Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 23
ALMANAK
23
vann í fjögur ár við skrifstofustörf. En árið 1922 fluttu
þau hjón til Elfros-bæjar og áttu þar heima til dauðadags.
Jóhann Magnús var óvenjulega mikilvirkur rithöf-
undur, ekki síst þegar þess er gætt, að hann varð fram-
undir sextugs-aldur að vinna ritstörf sín í hjáverkum frá
tímafrekum önnum dagsins, og gekk auk þess hvergi
nærri ávalt heill til skógar, því að hann var alla æfi frem-
ur heilsuveill. Einkum er það sérstaklega aðdáunarvert
og sýnir hetjuskap hans, hve miklu hann fékk í verk kom-
ið af ritstörfum síðustu ár æfinnar er hann átti við hinn
þyngsta sjúkleika að stríða, sem lagði hann langtímum
saman í rúmið. Vinur skáldsins og nágranni, S. G. Kristj-
ánsson í Elfros, fór í minningargrein sinni svofeldum
orðurn um hann, er bæði lýsa vel elju hans og skapferli:
“Lokaritverkið átti að vera Dagbók skáldsins, lauk
hann við hana 17. ágúst, þó heilsan væri ekki góð orðin.
En bók þessari hafði hann lofað útgefandanum. Síðasta
daginn, sem hann vann að því að fullgera Dagbókina,
fékk hann fjórum sinnum aðsvif. En henni lauk hann og
naut ánægju þess er því fylgir að hafa unnið starf sitt
trúverðuglega, áður en hann lagði í síðasta sinni frá sér
pennann.” (Heimskringla, 12. september 1945.)
Jóhann Magnús var fjölhæfur eigi síður en afkasta-
mikill rithöfundur; hann hefir auðgað íslenzkar bók-
menntir að fögrum og sérstæðum kvæðum, sögum og
æfintýrum. Nokkur leikrit hefir hann samið, þó eigi hafi
þau verið prentuð.
Kvæði hans er að finna í söfnunum Sögur og kvæði
(Winnipeg, 1892) og Ljóðmæli (Isafirði, 1898). Öll lýsa
þau hugsanargöfgi höfundar og djúpstæðri samúð hans
með mönnum og málleysingjum, sérstaklega með sam-
ferðamönnunum, er skarðan hlut bera frá lífsins borði og
standa höllustum fæti. Eigi allfá af þessum kvæðum bera
einnig vott um rnikla athyglisgáfu samfara ríkri Ijóð-
hneigð. Dr. Guðmundur Finnbogason talar því hreint
ekki út í bláinn, fremur en hans var vandi, þegar hann