Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 24
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fer eftirfarandi orðum um kvæði Jóhanns Magnúsar í
inngangsritgerð sinni að safnritinu Vestan um haf (1930);
“Minningarnar um fyrstu árin vestan hafs með öllum
þrautunum, stríðinu og sigurvinningunum, eru að von-
um ríkur þáttur í sálarlífi Vestur-lslendinga og kveðskap.
Átakanleg eru kvæði J. Magnúsar Bjarnasonar: “Islenzkur
sögunarkarl í Vesturheimi”, “Grímur á Grund”, “Smala-
drengurinn”. Er þar allt í senn, hin milda samúð, hin
yfirlætislausa frásögn, er þó gefur sér gott tóm til að
segja það, sem þarf, og hinn ljóðræni blær”.
Þessi og önnur slík kvæði skáldsins líkjast því sögum
hans um það að eiga bæði sögulegt og bókmenntalegt
gildi. Óvíða hefir t.d. íslenzkri hreystilund verið jafnvel
lýst eða rist verðugri minningarrún heldur en í kvæðinu
um Grím frá Grund.
Víðkunnastur og vinsælastur sem rithöfundur varð
Jóhann Magnús Bjarnason þó fyrir skáldsögur sínar, og
ber þar fyrst að nefna Eirík Hansson (Kaupmannahöfn
og Akureyri, 1899-1903). Gerist saga þessi aðallega í
Nýja Skotlandi, á æskustöðvum skáldsins, þar sem hann
var að sjálfsögðu þaulkunnugur staðháttum, lífsháttum
manna og lundemi, enda bera glöggar lýsingar hans þess
öll merki, hve handgenginn hann var söguefni sínu, bæði
umhverfinu og sögupersónunum. Þá má nefna hina löngu
og atburðaríku sögu Brazilíufarana (Winnipeg og Reykja-
vík, 1905 og 1908), í rauninni safn af bráðskemtilegum og
furðulegum æfintýmm. Svipað má segja um aðra langa
skáldsögu hans, 1 Rauðárdalnum, er birtist í tímaritinu
Syrpu (1914—1922). Ótalin eru þá smásagnasöfn hans:
Vomætur á Elgsheiðum (Reykjavík, 1910), sögur frá Nýja
Skotlandi, er varpa um margt ljósi á íslenzka frumbyggja-
sögu vestan hafs, og Haustkvöld við hafið (Reykjavík,
1925), er sverja sig í sömu ætt um fjörlega og skemtilega
frásögn. Bessabréf komu út í Heimskringlu 1893-94, og
fjölda styttri sagna höfundar er að finna í íslenzkum blöð-