Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 29
ISLENDINGAR I WASHINGTON, D. C.
Eftir prófessor Stefán Einarsson.
Leifur Magnússon er fyrrverandi forstjóri Washing-
ton-deildar Alþjóða-vinnumála-skrifstofu Þjóðabanda-
lagsins gamla.
Leifur er fæddur 7. júlí 1882. Foreldrar hans voru þau
hjónin Sigfús Magnússon (prests á Grenjaðarstað, Jóns-
sonar prests á Grenjaðarstað Jónssonar) og Guðrúnar
Benediktsdóttur prests Kristjánssonar í Múla. 1)
Sigfús Magnússon, faðir Leifs, hafði farið til Ameríku
sumarið 1873 með stóra hópnum, er lenti til Milwaukee
um haustið. Sigfús fór með vini sínum Jóni Halldórssyni,
er átti Þóru frænku hans, í landaleit til Nebraska. Þar
fundu þeir engin óbyggð lönd; hélt Jón þá vestur í
óbyggðir, en Sigfús sneri aftur til Milwaukee, vann þar
á bóndabæ árstíma, en hvarf svo aftur til íslands. Þar
kvæntist hann Guðrúnu í Múla, og þar voru tvær elztu
dæturnar fæddur: Bergþóra (f. 1878) og Þorgerður (f.
1880). Þá fluttust þau hjónin til Seyðisfjarðar, og þar
kvað Leifur vera fæddur sumarið eftir frostaveturinn
mikla.
Árið 1886 fór Sigfús aftur til Ameríku með fjölskyldu
sína, konu og þrjú börnin. Tók hann nú land í Nebraska,
—einar 320 ekrur—og bjó þar þangað til 1892. Þá fluttist
hann til Duluth, Minn. í þeirri von að geta gefið bömum
sínum betra tækifæri til að ganga á skóla. Höfðu þau
hjónin eignast eina dóttur í Nebraska: Anny (f. 1887) og í
1) Um ætt Sigfúsar, sjá Þ.Þ.Þ. SIV, II, 145.