Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Duluth áttu þau aðra: Vestu (f. 1898). 1 Duluth var Sigfús
fyrst verkamaður, síðan gerðist hann kúabóndi og svo
fjáður, að hann gat sett börn sín til mennta.
Af dætrunum, systrum Leifs, er það að segja, að tvær
hinar elztu gerðust barnaskólakennarar í Minnesota.
Bergþóra giftist síðan Indriða Benediktssyni, sem hefur
lifað konu sína og býr
nú í Toppenish, Wash-
ington State. Þorgerð-
ur dó 1932. Anny gift-
ist John L. Evans end-
urskoðandi í banka í
Duluth. Vesta giftist
ekki, heldurvarásnær-
um bróður sínsíWash-
ington, D. C. Hefur
hún haft vinnu hjá
stjórninni.
Leifur gekk í skóla
í Duluth frá því hann
var 10 ára gamall. Eft-
ir það fór hann til Há-
skólans í Minneapolis,
Minnesota og tók þar
B.A. próf 1905. Þá las
hann lög í Georgetovm
Law School, Washing-
ton, D.C. og lauk prófi
(L.L.B.) 1915. Eftir það fór hann að fást við málafærzlu-
störf í borginni.
Snemma byrjaði Leifur að vinna fyrir sér; kenndi hann
í miðskólum í Minnesota 1906-09 og var skólastjóri tvö
Leifur Magnússon
arm.
Á árunum 1910-1920 var hann í þjónustu stjórnarinnar
í Washington. Var hann fyrst skrásetjandi bóka í Vinnu-