Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 32
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Who in America. Hefur honum að sjálfsögðu verið marg-
ur sómi sýndur, en hér skal aðeins getið þess, að Islend-
ingar sæmdu hann fálkaorðunni árið 1939.
Leifur er kvæntur og heitir kona hans Sarah Bement
Swain frá Caledonia, Michigan. Forfeður hennar vóru
púrítanar og námu land í Boston; hún er því ein af hinum
víðfrægu, (Daughters of the American Revolution). í>au
hjón giftust 1912; börn þeirra eru: Jón,RuthogFrederick.
Þau Leifur búa nú í 1816 Chalfont Drive, Alexandria,
Virginia, rétt sunnan við Potomac-fljótið.
Mekkin Gunnarsdóttir (Mrs. John W. Perkins) var
fædd í Winnipeg nokkru eftir að foreldrar hennar komu
vestur um haf, en það var í Júlí 1887.
Gunnar Sveinsson, faðir hennar, var sonur Sveins
Þorsteinssonar úr Fljótsdal og Mekkinar Ólafsdóttur
hinnar skygnu, þeirrar er Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari
hefur skrifað heilan bálk af í þjóðsögum sínum. 1) Gunn-
ar hafði farið á Möðruvallaskólann og lært svo mikið í
ensku, að hann gat verið túlkur á leiðinni vestur um hafið.
Kona hans, Kristín Finnsdóttir, var dóttir sr. Finns Þor-
steinssonar á Klyppstað í Loðmundarfirði og Ólafar konu
hans. Bróðir Kristínar var sr. Jón Finnsson á Djúpavogi,
faðir þeirra sr. Jakobs Jónssonar í Reykjavík og Eysteins
ráðherra.
Þau hjónin Gunnar og Kristín áttu, auk Mekkinar,
aðra dóttur, sem þau kölluðu Finnu. Hún er nú gift kona
(Mrs. Hanson) vestur í Seattle.
Mekkin gekk á miðskóla í Winnipeg. Eftir það fluttust
þau foreldrar hennar vestur að hafi og settust að í Blaine.
Þar voru þau eitt ár, en fóru svo til Seattle (1904) vegna
þess að Mekkin hafði þá farið að ganga á Háskólann þar
(University of Washington). Þar las hún mál og tók próf
1) íslenzkar þjóðsögur og sagnir II., bls. 175 o. n, einkum bls.
176 og 178.