Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 36
36
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Bömin fóru fyrst á skóla í Minneota, en síðan fóm
þau á Minnesóta-háskólann í Minneapolis,—þangað flutti
ekkjan til þess að geta sett börnin til mennta.
Charlotte kynntist Roy Hendrickson manni sínum,
þegar hún var á Minnesota-háskólanum. Hann var þá
blaðamaður hjá Associated Press. Þau giftust 1926. Þau
eiga fimm börn: Barlett Roy, Bruce John, Mary Eliza-
beth, Josephine Ann og Karen.
Af bræðrum Charlotte varð John D. Nicholson námu-
fræðingur í Seattle. Hann hefur líka fengist við ritstörf,
skrifað smásögur og greinar (The White Buffalo (barna-
saga), The Idaho Rancher, ofl.).
Hinn bróðirinn, Charles M. Nicholson, er nú í Wash-
ington, sjá næstu grein.
Mrs. Hendrickson byr í 1337 Lawrence Ave., N. E.,
.Washington, D.C.
Charles M. Nicholson er albróðir frú Hendrickson.
Hann er fæddur í Minneota, Minn. Hann stundaði nám
fyrst við Minnesota-háskólann, síðan við Cornell. Þar
tók hann doktors-próf í hagfræði 1934. Þar kvæntist hann
líka Margaret Saxe, ættaðri úr New York ríki. Þau eiga
tvö böm Beth Gene og Charles S.
Charles M. Nicholson var um tíma kennari (instructor) í
hagfræði við Comell háskólann, en 1934 fór hann til
Washington, D.C. og hefur verið þar í stjórnarþjónustu
síðan. Hann er aðstoðar-forstjóri sykurdeildar stríðsvista-
skrifstofunnar (Assistant Chief, Sugar Branch, War Food
Administaration, O.M.S.).
Mr. Nicholson býr í 5 Everett, Chauy Chase View,
Kensington, Md.
Wilhelm Anderson er fæddur í Ross, Minnesota 6.
maí 1897. Foreldrar hans vom Sigurður A. Anderson frá
Hemlu í Rangárvallasýslu og Ólína María Jónsdóttir