Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 38
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Wilhelm er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ingi-
ríður Jónsdóttir Einarssonar frá Hallson. Með henni átti
hann Lilju Steinvöru (23 ára), Ólínu Maríu (19 ára) og
Wilhelm (16 ára). Þau hjón skildu 1930, en börnin eru hjá
móður sinni í Cavalier, N. Dakota. önnur kona Wilhelms
var Helen Rummons, skáldkona frá Chicago. Þau áttu
Lucy Virginia fyrir dóttur (12 ára); hún er hjá móður
sinni í Chicago. Síðasta kona Wilhelms er Alice Violet
Wyburn frá Chicago. Þau giftust 1935, en eiga ekki börn.
Mr. Anderson býr í 139 Arlington Village, Arlington,
Virginia.
Marjorie Anderson McDonald (Mrs. Gilmour McDon-
ald) var fasdd í Minneota, Minn. Voru foreldrar hennar
Gustaf A. Anderson og Elín Guðrún Eastman, bæði af
íslenzku foreldri, fædd nálægt Minneota. Gustaf var
Ólafsson (Arngrímssonar) frá Búastöðum í Vopnafirði.
Móðir Gústafs, fyrri kona Ólafs, var Sigurborg Sigurðar-
dóttir frá Egilsstöðum í Vopnafirði. Faðir Elínar Guð-
rúar hét Þóroddur Sigurðsson Oddssonar úr Eiðaþinghá.
Hann tók upp nafnið Eastman af því að svo margt var af
Sigurðssonum í nágrenninu. Hann er enn á lífi 92 ára
(f. 1854) í Califomíu. Kona Þórodds, móðir Elínar, var
Anna Bjömsdóttir, föðurstystir Gunnars B. Bjömssonar í
Minneapolis. Hún var fædd á Hallbjamarstöðum í Skrið-
dal.
Mrs. McDonald kom með manni sínum Gilmour Mc-
Donald til Washington D.C. 1939. Þau komu frá Pacific
Union College, Angevin, California (fyrir norðan San
Fransisco). Þar hafði hún lært að spila á orgel og píanó,
en hann hafði verið forseti í píanó-deild skólans. Síðar
var hann forseti í músík-deild í Washington Missionary
College, og nú kenna þau bæði píanóleik í Washington,
auk þess sem bóndi hennar heldur hljómleika við og við.