Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 39
ALMANAK
39
Þá er að geta tveggja skrifstofustúlkna, systranna
Adeline og Mildred J. Asbjomson. Þær eru fæddar í Ivan-
hoe, Minnesota, Mildred 17. nóvember 1907 og Adeline
16. október 1917. Var faðir þeirra Walter J. Asbjomson,
sonur Jósefs Ásbjörnssonar og Kristínar Valdimarsdóttur:
þau hjón voru bæði vopnfirzk.
Kona Walters, móðir þeirra systra, var Oline Bang,
fædd í Björkum, Danmörku. Þau hjón, Walter og Oline
áttu líka þrjá sonu Virgil (f. 1904), Wallace (f. 1906) og
Carvel (f. 1908).
Mildred kom til Washington í apríl 1931, en systir
hennar ekki fyrr en í mars 1939. Síðan hafa þær báðar
verið skrifstofustúlkur í Utanríkisráðinu (State Dept.).
Þorgerður Ingibjörg Erickson var fædd í Winnipeg
28. september 1922. Foreldrar hennar vom Friðrik Jó-
hann Eiríksson, fæddur að Svold, N. Dakota og Geirtrú
Valgerður Þórðardóttir, fædd í Winnipeg (1899). For-
eldrar Friðriks Jóhanns vom Sveinn Eiríksson og Guðrún
Halldórsdóttir; þau vom bæði fædd og upp alin í Reyk-
hólasveit í Breiðafirði. Móðir Halldórs (föður Guðrúnar)
var Guðrún, föðursystir Matthíasar Jochumssonar skálds.
Þau Sveinn og Guðrún fluttust frá Reykhólum til N. Da-
kota 1886. Þau dóu bæði skömmu eftir aldamót.
Foreldrar Geirtrúar vom Þórður Helgason, fæddur
1891 á Brúarfossi í Hraunhreppi, Mýrasýslu—fór ungur
drengur vestur með foreldmm sínum,—og Halldóra Kristín
Geirsdóttir Gunnarssonar prests Gunnarssonar í Laufási.
Móðir Geirs var Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem. Hall-
dóra Kr. Geirsdóttir var fædd á Raufarhöfn og fór með
foreldrum sínum vestur um haf 1893.
Þorgerður kom til Washington, D.C. 1942 til að vinna
á skrifstofu hjá brezkum foringja. Hún var sú eina af
skrifstofustúlkunum í Washington, sem skrifaði nokkuð
um sjálfa sig og hvernig henni líkaði lífið í þessum mikla