Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 40
40
OLAFUR S. THORGEIRSSON:
höfustað veraldar. Og af því að reynsla hennar er senn-
ilega svipuð og reynsla stallsystra hennar margra, þykir
ekki ófallið að láta hana segja þeim mun meira frá henni,
sem hún var opinskárri en þær.
Hún kvaðst hafa kunnað prýðilega við sig þau tvö ár
sem hún hafði verið í Washington. Hún hafði búið með
250 öðrum ungmeyjum á Scott Hotel og fann ekki til
leiðinda, enda skorti ekki viðkynningu bæði við fólk sem
hún hitti á ensku skrifstofunni, eða gegnum vini, eða á
fslenzka sendiráðinu. Kveðst hún viss með að læra meira
í Washington á tveim árum en í Winnipeg á tíu. Þó
kvaðst hún hlakka til að fara heim að stríðinu loknu.
Þorgerður kvaðst hafa lært íslenzku hjá afa sínum og
ömmu er bjuggu skammt frá Arborg í Nýja íslandi. En
í Winnipeg gekk hún á verzlunar skóla og vann á heild-
sala-skrifstofu að loknu námi.
Sigrid Shield Raphael (Sigríður Skjöld) var fædd að
Akra, N. Dakota 1. júlí 1918. Foreldrar hennar voru þau
Egil J. Shield (Egill J. Skjöld) og Pálína Stígsdóttir Þor-
valdssonar. En Egill var son Jóns Skjöld Péturssonar
prests á Valþjófsstað, Jónssonar vefara. Um Jón Skjöld
Pétursson, sjá ThJ. SNDak. 271; um Stíg Þorvaldsson, sjá
sama rit 237-244.
Þau foreldrar Sigríðar, Egill og Pálína fluttust til Cali-
fomía; þar ólst Sigríður upp og gekk í skóla í Los Ang-
eles. Hún gekk í flotaherinn (WAVES) í janúar 1943.
Hún var send til Washington, D.C. Þar giftist hún 12.
febrúar 1944 Lieut. Gail M. Raphael. Ungu hjónin búa
í Washington.
Jón Sigmundsson var fæddur 20. nóvember 1879 að
Tindum í Geiradal, Dalasýslu. Hann var sonur Sigmund-
ar bónda Jónssonar og Sigríðar Sólrúnar Jónsdóttur, konu
hans. Jón var fjögra ára, þegar móðir hans, þá ekkja, fór