Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 42
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Björn Oddsson, bróðir Kristiúnar, konu Jóns Sig-
mundssonar, var fæddur í Reykjavík 6. nóvember 1892.
Hann lærði að aka bílum og gera við þá heima í Reykjavík.
Þegar hann kom til Ameríku fór hann til Detroit og var
þar þangað til hann gekk í herinn í fyrra stríðinu. Hann
var í hernum 18 mánuði, settur niður í Fort Meyers, Vir-
ginia. Eftir stríðið fékkst hann við bílaviðgerðir í Wash-
ington, en bjó sunnan Potomac-árinnar í Virginia.
Bjöm kvæntist Sadie Windsor, stúlku úr Virginia.
Þau eiga fimm dætur: tvær hinar elztu, Dora Christie og
Mary em báðar giftar; hin þriðja, Frances, hefur tekið
hjúkrunarnámsskeið í hemum. Tvær yngstu stúlkurnar,
Lois og Oddie vom enn á skól aldri, þegar þetta var skrif-
að. Dora vann fjögra ára námsstyrk í George Washington
University, en giftist áður er hún lyki námi.
1 Alexandria, Virginia, sem kalla má hjáleigu frá
Washington, rétt sunnan við fljótið Potomac, reka þrír
bræður þvottahús, sem þeir kalla Acme Laundry. Bræður
þessir heita Milton, William og Lewis Olafsson. Þeir em
synir Gríms heitins Ólafssonar, sem var Eyfirðingur og
bjó nálægt Badger í Roseau County í Minnesota; þar
var nokkur Islendingabyggð um skeið. Móðir bræðranna
er enn á lífi: Björg Sigfússdóttir Bjarnasonar, ættuð af
Austurlandi. Tveir synir hennar, Ólafur og Clarence
Olafsson em tannlæknar í Minneapolis. (Sögn Valdemars
Bjömssonar).
Þótt hér sé nú nokkuð sagt af Vestur-lslendingum í
Washington, þá er ekki svo vel, að öll kurl komi til grafar.
Rétt hefði kannske verið að geta þeirra, sem þar hafa
búið um lengri tíma, þótt nú sé burt fluttir, eins og hinn
góðkunni Hjálmar Björnsson frá Minneapolis með sína
fjölskyldu, og Vilhjálmur Einarsson fiðluleikari og frú
hans. Um aðra hefur ekki fengist vitneskja. Svo er um