Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 43
ALMANAK
43
hina íslezku konu Mr. E. J. Ackerson’s, svo er um skrif-
stofustúlkur, eins og Þórdísi Johnson frá Minneota, Minn.
og sennilega enn fleiri stúlkur, sem drifið hafa til Wash-
ington á stríðsárunum.
Loks mætti enn nefna gamla konu, snauða og fatlaða,
sem heitir Rannveig Jónsdóttir Bartels (Mrs. B. Roddy).
Hún kom til Ameríku 1900 og til Washington frá Canada
1929. Þegar dansk-íslenzku krónpríns-hjónin voru á ferð
í Washington skömmu fyrir stríðið og danski sendiherrann
hafði boð inni fyrir almenning af dönsku og íslenzku
bergi brotinn, þá settist krónprinsessan niður og spjallaði
við þessa gömlu íslenzku konu.
Leiðréttingar víð
“BREIÐÆLIR FYRIR VESTAN HAF.”
Alm. 1945.
bls. 35, 9. línu: sjö lifðu: les: sjö lifðu; þau tóku öll upp ættar-
nafnið Martin.
bls. 35, 24. línu: Einar . . . dáinn. les: Einar Guðmundsson, átti
Sigrúnu Baldvinsdóttur; þau bjuggu við Hnausa
og áttu sex böm; hann er dáinn.
bls. 38, 3. línu: en Guðmundur 1909. les: en Guðmundur 1909.
Marteinn Jónasson í Arborg segir að dætur þeirra
Guðmundar og Ingigerðar hafi ílenzt í Winni-
peg, en sonur þeirra, Gestur komið með þeim til
Sandy Bar og tekið þar við búi eftir föður sinn.
Hann átti Kristbjörgu Jóelsdóttur úr Borgarfirði
og með henni sex börn, er flest búa í Fljóts-
byggð. Guðmundur sonur þeirra er tannlæknir
i Minneapolis, Minnesota.
bls. 40, 25. línu: Þar dó hann 1917. Les: þar dó hann 1917.
Marteinn Jónasson telur þessi böm þeirra:
Margrét, gift Halldóri J. Austfjörð; Guðrún, gift
Finnboga Guðmundssyni; Páll, giftur þýzkri
konu; Sigríður, gift Páli Nelson; Kristbjörg, gift
Gordon. Bamaböm Einars munu hafa verið um
20.