Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 49

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 49
ALMANAK 49 meðlimimir á undan fundi kvöldverðar saman í norska klúbbi borgarinnar. Á hverjum fundi flytur kjörinn meðl- imur erindi um efni er hann hefir tilkynt á næsta fundi á undan. Röðin kemur að hverjum meðlimi sem næst einusinni á ári. Erindið og efni þess er svo rætt af fundar- mönnum. Mannval er hið mesta í hópnum, svo mörg hugðnæm erindi eru flutt og umræður fjörugar og vekj- andi. Ekki er neitt jábræðrasnið á því sem fram fer. Það eru óskrifuð lög að allir tali fullum hálsi, og að enginn liggi á skoðun sinni. Mjög frábreyttar skoðanir um mörg efni ríkja meðal meðlimanna, svo oft verða allsnarpar deilur. Ber það við að menn ganga í skrokk hver á öðmm all-óþyrmilega, en alt þó í mesta bróðerni. Má telja það holla reynslu að eiga hlutdeild í slíku. Allir meðlimir klúbbsins eru íslenzkir, en erindin og umræður yfirleitt á ensku. Fundir eru sóktir af stakri reglusemi. — Jóhannes var máttarstólpi þessa félags frá byrjun og átti mikinn þátt í að marka feril þess. Þetta er áreiðanlega markvert fvrirbrigði í sögu vestur-íslenzkrar menningar. Síðustu sjö árin var Jóhannes mjög farinn að heilsu. Hann varð fyrir slagi og náði sér aldrei aftur til fulls. Eftir sex mánaða uppihald tók hann aftur að kenna. Einnig hélt hann áfram rækt sinni við félögin íslenzku, en nú varð hann að halda aftur af sér og gæta kraftanna. Auróra systir hans hélt heimili með honum, og hennar frábæra ræktarsemi var honum hin mesta hjálparhella. Hún vakti yfir velferð hans og lét ekkert á vanta að þjóna hverri hans þörf. Hún er áfram til heimilis í Chicago. Einn bróðir er á lífi, Aðalsteinn gullsmiður í Devils Lake, North Dakota. Systur hans nú látnar, Petrína kona Jóns Thorlakssonar um eitt skeið í Winnipeg, og Friðrika kona séra Kristins K. Ólafssonar. Með Jóhannesi Björnson er fallinn atkvæðamikill kennari, ötull forystumaður í félagsmálum, sannur Isl- endingur og drengur hinn bezti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.