Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 54
54
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Dr. Johnson er ekki síður mannkostum búinn en hæfi-
leikum. Hann er ljúfmannlegur og skemtinn heim að
sækja. Hefir komið sér vel hvar sem leið hans lá, allt frá
bamsaldrinum og fram á elliár.—Það sem eg hefi eftir
hann séð á prenti ber vott um trúað og kristilegt hugar-
for og andlegt víðsýni. Rithátturinn myndarlegur og
blátt áfram.
Frú Johnson er af innlendum ættum, Alice Piper að
frumnafni, dóttir verzlunarmanns í Tabor. Hún er merk-
iskona vel mentuð; vinnur mikið að kristindómsmálum.
Þykir hún hafa veitt manni sínum hinn bezta stuðning í
öllu starfi hans. Þau eiga tvær dætur, báðar giftar.
Systkini dr. Johnsons em þrjú á lífi: Hallgrimur John-
son, umsjónarmaður stórbygginga í Watertown í Suður
Dakota; Mrs. Kristín Josephson, búsett í sama bæ; hún
skrifar oft í íslenzku-blöðin undir nafninu “Kristín í Wa-
tertown”; og Guðlaug, Mrs. Gilliland, sem nú býr í borg-
inni Washington, vel mentuð kona.
Nú er þessi landi vor seztur í helgan stein, sem kallað
er, eftir langt og gott æfistarf; en iðjulaus mun hann
aldrei verða svo lengi sem honum endast ár og kraftar.
Hann flytur messur og gjörir önnur prestsstörf við og við;
þess er nú þörf, segir hann. Síðustu árin hefir hann verið
að semja bók, sem nú er nýlega komin út; það er saga
Congregationalista í Iowa rdci á næstliðnum hundrað ár-
um. Heitir hún The First Century of Congregationalism
in Iowa.
Dr. Johnson hefir fengist nokkuð við sálmakveðskap.
Hann er nú að safna þeim ljóðum í kver, sem líklega
verður gefið út áður en langt líður.