Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 56
56
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sínum, er harkalega er drepið á dyrnar. Hann opnar
dyrnar. Stóð þar þá fyrir utan, ókunnur maður í skozkum
hermanna búning, og var allur blóði drifinn. Með öndina
í hálsinum, bað hann um vemd. Segist hann hafa orðið
manni að bana í róstu nýafstaðinni, og nú séu menn á
hælum sér. Líf sitt sé í veði. Campbell lofaði strax, að
skjóta yfir hann skjólshúsi. En maðurinn fór fram á það,
að hann aflegði eið viðsverðsitt, (swear on your dirk)sem
þá var siður, að vernda sig. Og Campbell aflagði eiðinn.
Kom hann manninum fyrir á óhultum stað í Kastalanum.
En tæplega hafði hann gengið frá manninum, er enn var
drepið á dyr, og tveir hertýgjaðir menn stóðu fyrir dyr-
um úti.
“Frændi þinn Donald, hefir verið myrtur”, segja þeir,
“og við emm að leita að morðingjanum”.
Campbell mintist eiðsins og gaf engar upplýsingar.
Og mennirnir fóru leiðar sinnar. Þetta hafði mikil áhrif
á hinn merka ættarhöfðingja. Lagðist hann loks til hvíld-
ar, og sofnaði eftir nokkrar hugar þrengingar. En brátt
vaknar hann aftur og sér þá Donald frænda sinn standa
við rúmstokkinn, og heyrir hann þá rödd, sem virðist
skritilega innantóm, og segir.
“Inverawe, Inverawe! Blóði hefir verið úthelt! Hlífðu
ekki morðingjanum.”
Um morguninn fór Campbell til fylgsnis hins seka
og tjáir honum, að hann geti ekki lengur haldið honum.
En maðurinn minnir hann á eiðinn. Ættarhöfðinginn
var í vanda staddur. Tvær skyldur börðust um yfirráð í
sálu hans. Hann fann milliveg. Hann lofaði að selja
manninn ekki fram, en fór með hann og faldi hann í helli
í fjalli einu þar í nágrenninu. Allt þetta lá þungt á sálu
Campbells. Næstu nótt hafði hann órólegan svefn. Vakn-
ar hann enn, og sér frænda sinn við rúmstokkinn og mæl-
ir hann sömu orðum og nóttina áður. Árla morguns hraðar
hann sér til hellisins, en greip nú í tómt. Maðurinn var
allur á burt. Nóttina eftir, er hann árangurslaust reyndi