Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 57
ALMANAK 57
að festa svefn, birtist honum enn á ný hin sama sýn. Er
svipurinn afskaplega fölur og ekki eins ægilegur og áður.
Mælir hann þá þessum orðum.—
“Far vel Inverawe. Farvel, þar til við mætustum við
Ticonderoga.”
Þetta einkennilega og óþekta nafn, festist í huga
Campbells, og varð honum ógleymanlegt.
Nokkru eftir þenna atburð, gekk hann í 42 herdeild-
ina, sem nefnd var “Black Watch”, er átti að gæta laga
og reglu í fjallabvgðum Skota. Hann varð síðar major
deildarinnar. Einum tveim árum síðar, hefst stríðið í
Ameríku, og herdeildin var send þangað. Vakti það
Campbell nokkurar áhyggju siðar meir, er deildin fékk
skipun um, að fara tií Ticonderoga og vera með í á-
hlaupinu á Virkið. Félögum hans var kunn sagan um
áður nefnd fyrirbrigði. Kom þeim saman um, að friða
huga hans um stund og sögðu honum er á staðinn kom.
“Þetta er ekki Ticonderoga. Það er Fort George.” Um
morguninn kom hann til þeirra með þungum áhyggju
svip, og segir.
“Eg hefi séð hann. Þér hafið svikið mig. Þetta er Ti-
conderoga. Eg dey í dag.” Og það var sannmæli.
Það er sögulegur sannleikur, að Campbell misti lífið
í þessari orustu. Handleggur hans var molaður af byssu-
skoti. Hann var fluttur til Fort Edward, þar sem hand-
leggurinn var tekinn af honum, og hann dó þar, 17. iúlí
1858.
Sonur hans, Alexander, særðist hættulega í þessari
orustu. Hann komst lífs til Skotlands og andaðist í Glas-
gow Rúmu ári eftir þessa orustu, voru Frakkar algjör-
lega sigraðir í orustunni á Abrahams völlum og Canada
gekk Bretum á hönd, og hefir síðan verið hluti af brezka
veldinu.
Nóttina eftir orustuna við Ticonderoga, er sagt frá
því. að fóstbróðir Duncan Campbells, er heima var í
Kastala hans á Skotlandi, hafi sofið í herbergi í Kastalan-
um ásamt ungumsyni sínum, en þó ekki í sama rúmi.