Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 58
58
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Er sagt, að drengurinn hafi vaknað við einkennilegan
hávaða í herberginu. Varð skyndilega albjart í herberg-
inu og sér hann mann alhertýgjaðan (í hinum skozka her-
manna búningi) beyja sig niður að föður sínum og kyssa
hann. Drengurinn varð hræddur og gat ekki mælt.
Breiddi hann ábreiðuna upp yfir höfuð sér og sofnaði.
Um morguninn hafði hann orð á þessu við föður sinn.
Og segir hann honum þá, að ættarhöfðinginn, fóstbróðir
sinn, hafi komið til sín og sagt sér, að hann hefði fallið í
mikilli orustu í Ameríku.
Það er einnig fært í frásögur, að konur tvær á staðn-
um, hafi séð einkennilega sýn. Var það orusta í loftinu,
þar sem greinilega sáust herdeildir há-Skota og atlögur
þeirra í vígamóð. Og það er talið að þessi sýn hafi borið
fyrir augu einmitt á þeim tíma, sem orustan stóð við
Ticonderoga.
Hvað mikill sannleikur er í frásögninni um þenna
dulræna fyrirburð, skal eg ekki láta neitt um sagt. En
eitt er samt víst, að nafnkunnir rithöfundar hafa skrifað
all ítarlega um þetta fyrirbæri, og á þann hátt, að þeir
virðast á það leggja tninað. Miss C. F. Cumming, skrifaði
um það í “Atlantic Monthly” endur fyrir löngu, og hinn
nafnfrægi og ágæti fræðimaður og söguritari, Francis
Parkman hefir skrifað merkilega um það, og eftir hon-
um hefi eg að mestu heimildir þær, sem að hér koma
fram.
Og hvað sem hver segir, og hvað sem öðru líður, þá
virðist margt benda til þess, að ekki séu allir þeir dular-
fullu fyrirburðir, sem sagan og mennimir geta um á ýms-
um tímum, heilaspuni tómur. Það virðist því ekki fjærri
sanni, að það komi fyrir, að vitsmuna verur frá hinum
andlega heimi geti gripið inn í jarðlífið undir sérstökum
kringumstæðum. Þó jafnvel vitinstu og lærðustu menn
viti lítil deili á því, og skilji lítið í því allt að þessu. Mann-
leg vizka, jafnvel þar sem hún er komin legst, nær svo
skamt.