Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 60
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sléttu, 1883, en bæjamafninu héldu þau er vestur kom
og voiu ætíð kend við “Grashól”. Böm áttu þau mörg.
En dóttirin, sem hér var með gömlu konunni, hét Guð-
rún og var um þessar mundir nýgift, Hannesi Sigurðs-
syni, 2) dugnaðar maður og búhöldur mikill. Meðan
hann lifði var hann með gild-
ustu bændum í Argyle bygð.
Hann var ættaður úr Skaga-
firði. Hann var all-mikið eldri
en Guðrún, kona hans. Hafði
verið giftur áður og átti eina
dóttir, Vilborgu að nafni. Hún
er gift Thor Goodman, bónda
í Argyle bygð. Hannes Sig-
urðsson dó, 20. október 1916.
Guðrúnar Sigurðsson vil eg
reyna að minnast með nokkr-
um orðum. Hún var sérstæð
ágætis kona og að mörgu
Guðrún Valgerður Sigurðson eftirtekta verð. Hún hafði
skaphöfn, sem maður óhjá-
kvæmilega bar virðingu fyrir. Forkunnar fríð var
hún, hvort sem var á fæti eða í sæti. Svipurinn var hreinn
og drengilegur, og bar það með sér, að hér var kona, sem
mátti treysta. Félagslynd var hún, en sóttist aldrei eftir
metorðum. Átti hún fjölda vina, og vinum sínum var hún
raun-góð og engan mann mundi hún vilja blekkja.
Guðrún Valgerður Sigurðsson, var fædd á Grashóli
á Melrakkasléttu, 10. mars 1877. Sex ára fluttist hún með
foreldrum sinum til Vesturheims, og beint til Argyle
bygðar. Þar ólst hún upp, og var bráðþroska. Kornung
giftist hún, og tók við stjórn á stóru og umfangsmiklu búi.
Og áður en hún er fertug, hefir hún sjö börn á höndum
2) Faðir Hannesar var Sigurður Símonarson frá Steini á
Reykjaströnd, dó hann hér vestra háaldraður, en móðir hans var
Margrét Jónsdóttir Ólafsonar frá Kálfárdal.