Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 61
ALMANAK
61
sér, og er orðin ekkja. Var þá elsta bamið 18 ára. Á herð-
ar hennar féll nú sá stóri vandi og ábyrgð, að taka við og
stjórna stóm búi og koma börnunum til manns. Að visu
var hún ekki efnalega á flæðiskeri stödd. En það er oft
mikill vandi, að gæta fengins fjár, og mörg ekkjan, sem
hefir undir svipuðum kringumstæðum tekið forystu, hefir
á stuttum tíma siglt í strand. Sérstaklega ef hún hefir
mörg börn, sem em að ná fullorðins aldri, og litla eða
enga lífsreynslu hafa fengið.
Guðrún hafði, er hér var komið sögu, allmikla lífs-
reynzlu. Hjónabandið var með afbrigðum gott. Hannes
maður hennai var besti drengur og hún hafði frjálsar
hendur til hvers sem var. Fól hann henni oft ýmsar út-
réttingar og vandasöm störf útávið, fyrir heimilið. Fórst
henni það vel, því hún var mannblendin, og átti þann
góða kost, að treysta á það besta í mannlegu eðli, sem er
leið til sigurs í lífinu. Hún gróf ekki í sorphauga til að
leita að því versta í fari manna. Hún fyllti ekki flokkinn
jafnaðarlega er á mann var deilt. Annað tveggja lagði
hún ekki til mála, eða þá að hún reyndi að færa á betri
veg og ætla mönnum gott. Er það einkenni hins heil-
brigða frjálsa anda. Og hún bar þess merki, að hún var
laus við öfundssýki og smásálarskap. Hélt hún því vel
um stjómvölinn er hún tók sjálf við allri stjóm. Með
stjómkænzlu og heilsteyptri skapgjörð, sigldi hún skipi
sinu gegnum brim og boða starfs og viðskifta lífsins í
fjórðung aldar, og kreppu árin, er fjölda margir fóm í
strand. Og þó stundum kæmi inn sjór, þá varðist hún
þungum áföllum, og lét aldrei hrekjast.
Hannes bygði upp heimilið á síðari árum, með mikl-
um kostnaði og vandvirkni. Vom húsakynnin, bæði
íbúðarhús og útihús, með þeim beztu í bygðinni. Mætti
segja að hús þeirra væri bygt “um þjóðbraut þvera”. Þar
stóðu dyr opnar gestum og gangandi, og ekki skorið við
neglur. Guðrún hélt risnu sinni til hins síðasta. Þar var