Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 62
62
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
æfinlega eins að koma. Sami höfðingsskapurinn, sama
þýða viðmótið, brosið og bjartsýnin, og hin drengilega
glaðværð. Og frá því fyrsta til þess siðasta, setti hún sinn
svip á heimilið.
Þess er getið, að þau Hannes og Guðrún eignuðust
sjö böm, sem öll eru á lífi. 1. Guðný, gift Hjalta S. Svein-
son í Argyle bygð, bóndi og sveitarráðsmaður; 2. Björn,
kvæntur Clöru Stefánson; 3. Sigurður, ókvæntur, býr á
ættaróðalinu; 4. Jón, kvæntur Evu Pétursdóttir Árnason-
ár frá Lundar; 5. Árni, kvæntur hérlendri konu; 6. Mar-
garet Jónína, gift W. J. Arnason, búa í Vancouver, B.C.;
7. Ingibjörg, gift hérlendum manni í Argyle bygðinni.
Bræðurnir em allir bændur hér um slóðir.
Með 7 börn á höndum sér og stórt bú til að sjá um,
mundi hverri konu ærið verkefni. En Guðrún stóð alm-
enningi framar, bæði að dugnaði og mannkostum. Um
langt skeið hafði hún á höndum sér 4 gamalmenni í auka-
getu við barnafjöldann og önnur störf, og fórst það svo
myndarlega og mannúðlega úr hendi, að með ágætum
er talið. Auk þessa ól hún upp að nokkru 3 móðurlausa
hérlenda drengi, Morley, Gordon og Bert Sissons, að
ættarnafni, og fórst við þá eins og sin eigin böm. Þeir
hafa allir verið í herþjónustu og var Gordon með Winni-
peg Grenadiers í Hong Kong, og var tekinn fangi þar er
hin mikla herkví féll í hendur Japana. Tók hún sér það
mjög nærri, og hefir það sennilega stytt aldur hennar, þó
hetja væri, enda var hún þá allmjög farin að heilsu.
Allar íslenzkar bygðir hafa átt sínar ágætis konur og
kvenskörunga, sem mundi til sæmdar hvaða mannfélagi
sem er, og hvaða tíð og tíma sem er, og fleiri en sögur
fara af. Guðrún Sigurðson var framarlega í flokki þeirra
íslenzku kvenna, sem garðinn hafa gjört frægan hér
vestra. Hún var heilsteypt og yfirlætislaus, mannlunduð
og hrein í sinni, óeigingjörn og dugleg, prúðmannleg og
glæsileg í framgöngu og lagði gott til allra góðra mála.