Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 63
ALMANAK
63
Mér fannst mikið til um hana er eg sá hana í fyrsta sinni
í blóma lífsins, eins frjálsleg og fuglinn á grein. Mynd
hennar breyttist ekki þó árin liðu, og þekkti eg hana
allvel öll árin til hinnstu stundar. Hún dó 19. júní
1943. Af systkinum hennar, er Gísli bróðir hennar, sá
eini sem eftir er hér um slóðir. Er hann bóndi nálægt
Glenboro. Valinkunnur maður. Hin systkini hennar eru öll
farin burt og eru dreifð vítt um þetta mikla meginland.
Orðsending til lesenda.
Endurskoðun á grein S. Baldvinsson um Islendinga
í Álptavatnsnýlendu er eigi lokið, en þess er vænst, að
greinin, ásamt leiðréttingum, komi í næsta árgangi rits-
ins. Af ýmsum ástæðum var eigi heldur unnt að þessu
sinni að birta fyrirhugaða skrá yfir hermenn af íslenzkum
ættum í Canada og Bandaríkjunum, sem féllu í stríðinu,
en hún mun koma í næsta árgangi, og verður reynt að
hafa hana sem nákvæmasta og ábyggilegasta.
Útgef. og ritstj. Almanaksins.