Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 64
Lög Islendinga-félags í Ameríku.
1. grein
Félag vort heitir “Islendinga-félag í Ameríku”.
2. grein
Sá er tilgangur félagsins, að varðveita og efla íslenzkt
þjóðemi meðal íslendinga í heimsálfu þessari og hinn
frjálsa framfarar og menningaranda, er á öllum öldum
Islandssögu hefir verið þjóð vorri til svo mikils sóma, en
sporna við öllu því í andlegum og veraldlegum efnum,
er leiðir til ins gagnstæða.
Sér í lagi er það tilgangur félagsins að vera sambands-
liður milli Islendinga á ýmsum stöðum í álfu þessari og
á milli fslendinga hér vestra og landa vorra heima á fs-
landi eða í öðmm löndum. Þannig óskar félagið að gefa
einstökum mönnum eða félögum manna og sér í lagi
blöðunum á íslandi kost á öllum þeim upplýsingum og
aðstoð, er í þess valdi standa.
3. grein
Félagsmaður er hver sá fslendingur, karl eða kona,
er kominn er til vits og ára og æskir að vinna með lönd-
um sínum í Ameríku að tilgangi félagsins og staðfestir
það með því, að rita nafn sitt undir lög þessi (eða senda
skriflega ósk um, að verða félagsmaður, til stjómarinnar)
og sem auk þess geldur félaginu 25 cent árlega. Þó þurfa
hjón aðeins að greiða gjald sem fyrir einn mann væri.
A