Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 65
ALMANAK
65
4. grein
Karlar og konur haía allan sama rétt í félaginu.
5. grein
Stjóm félagsins hafa á hendi: forseti, skrifari og fé-
hirðir, þeir skulu kjömir á aðalfundi ár hvert. Enginn
þeirra er að svo stöddu bundinn við stað; en hver þeirra
má á sína ábyrgð setja mann fyrir sig. Ella gegni vara-
forseti, varaskrifari og varaféhirðir störfum þeirra í for-
föllum. Þeir skulu valdir um leið og aðal-embættismenn
félagsins.
6. grein
Einn aðalfundur skal haldinn ár hvert á þeim stað
og tíma, er félags-stjórnin ákveður, og skal hún það gjöra
eftir því, sem hagkvæmast er fyrir félagsmenn. Þar sé
rædd allsherjar-málefni félagsins, kosnir menn í stjórn
þess, reikningar þess endurskoðaðir og yfir höfuð gjört
allt það, er þurfa þykir.
Aukafundi má stjórnin boða, er nauðsyn þykir til
bera.
7. grein
Afl ræður atkvæðum á fundum öllum. Kosningar
allar skulu skriflega fram fara.
8. grein
Forseti hefir á hendi yfirstjóm félagsins. Hann kveð-
ur menn til funda, setur þá og stýrir þeim. Honum ber
að sjá um framkvæmdir á öllum ákvörðunum félagsins
og hafa eftirlit með því, að hver sá, er til nokkurs starfa
er kosinn í félaginu geri skyldu sína.
Skrifari heldur bók, er hann ritar í nöfn o. s. frv. allra
félagsmanna og annara íslendinga utan félagsins, sem
vera kunna á því svæði, er félagið nær yfir.