Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 66
66
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1 því skyni er hver félagsmaður skyldugur til að láta
félagsstjórnina vita, hversu skrifa skuli utan á bréf til
hans, og skýra henni frá, jafnskjótt og þess er kostur, sér-
hverri breyting, er á því verður. Sá, er þetta vanrækir,
greiði sekt eftir því, sem félagsstjómin ákveður, frá 5
centum til $1.00, og skal hann hennar úrskurði hlíta í
bráð; en skjóta má hann máli sínu til fundar.
Skrifari heldur ennfremur bréfabók og dagbók og
varðveitir vandlega öll skjöl félagsins: Hann annast og
skrásetning allra bréfa og skýrslna, er félagið sendir frá
sér. Forseti ritar undir öll bréf félagsins ásamt skrifara.
10. grein
Féhirðir heimtir inn allar tekjur félagsins og varð-
veitir, það eitt borgar hann út, er forseti ávísar.
11. grein
Félagið kýs sér fulltrúa svo marga og á svo mörgum
stöðum, sem nauðsynlegt þykir. Þessa menn velur stjóm
félagsins. Fulltrúar skýri stjóminni einu sinni á ári eða
oftar frá ástandi allra Islendinga í hvers eins bygðar-
lagi. ...
Samþykt á fundi Islendinga í Milwaukee 2. dag
ágústmánuðar 1874, á minningardag þúsund ára bygg-
ingar Islands.
Jón Ólafsson
skrifari.
O
O O
Þessi lög hins fyrsta félags Islendinga í Vesturheimi,
er stofnað var, eins og lögin sjálf bera með sér, samtímis
og þeir héldu fyrsta þjóðminningardag sinn vestan hafs,
2. ágúst 1874, em hér prentuð eftir sjálfu fmmritinu, með