Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 67
ALMANAK
67
eiginhendi Jóns Ólafssonar skálds, er var skrifari félags-
ins. Forseti þess var séra Jón Bjamason.
Frumrit laganna er nú í vörslum Þjóðræknisfélagsins,
og er þar um að ræða merkilega sögulega heimild, sem
vel fer á að geymist í heild sinni á prenti, og þá sérstak-
lega hér í Almanakinu, sem um annað fram hefir það
hlutverk með höndum að varðveita frá gleymsku sögu-
legan fróðleik varðandi landnám, menningu og líf Islend-
inga hér í álfu og halda á lofti minningu landnemmanna
og annara merkisbera íslenzks manndóms vestur hér.
Eins og alkunnugt er, varð þetta fyrsta íslendinga-
félag vestan hafs eigi langlífs, sér í lagi vegna brottflutn-
ings leiðtoga þess og annara Islendinga frá Milwaukee í
ýmsar áttir. En áhrif félagsins má rekja í félagsstofnun-
um í sama anda víðsvegar í bygðum Islendinga, svo sem
í Minnesota og Winnipeg. Samanber “Landnám Islend-
inga í Minnesota”, Almanak Ó. S. Thorgeirssonar, 1900,
og ritgerð séra Friðriks J. Bergmann, “Saga íslenzku ný-
lendunnar í Winnipeg”, Almanak Ó. S. Thorgeirssonar,
1903. Sambr. einnig grein mína “Aldarfjórðungsafmæli
Þjóðræknisfélagsins”, Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1943,
en um hátíðahald Islendinga í Milwaukee, 2. ágúst 1874,
sem Islendinga-félagið spratt upp úr, vísast til ítarlegrar
ritgerðar dr. Rögnvaldar Péturssonar í Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins 1933.
Richard Beck.