Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 68
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal Islendinga í Vesturheimi.
-1944-
Maí—Ronald S. Hafliðason (sonur Mr. og Mrs. Jón
Hafliðason að Bissett, Man.) útskrifaðist með ágætiseink-
unn í námuverkfræði frá Queens háskólanum.
Okt.—Á því hausti var A. S. Sigurðsson, lyfsali í Moor-
head, Minnesota, kosinn í stjórn hins umfangsmikla verzl-
unarfélags, Rexall-lyfsalafélagsins, sem starfrækir sölu-
búðir víðsvegar um Bandaríkin, í Canada og á Englandi.
Sigurðsson er fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Sæm-
undar Sigurðssonar og Steinunnar Arinbjörnsdóttur, er
lengi áttu heima að Moutain, N. Dakota, nú látin fyrir
nokkmm árum. Hann er meðal annars fyrrv. forseti lyf-
salafélagsins í N. Dakota og hefir tekið mikinn þátt í
félags- og athafnalífi Moorhead-bæjar, verið forseti
verzlunarráðsins og Rotary-klúbbsins þar í bæ og átt sæti
í fjölda opinberra nefnda.
Okt.—Utanríkisráðherra Islands, Vilhjálmur Þór, til-
kynnir bréflega, að Forseti Islands, Sveinn Bjömsson,
hafi sæmt dr. Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélagsins
og fulltrúa Vestur-lslendinga á lýðveldishátíðinni, heið-
ursmerki hátíðarinnar og að ríkisstjórnin sendi honum, í
þakkar skyni fyrir komu hans, íslenzkt landslagsmálverk
eftir Svein Þórarinsson listmálara.
12. des.—Miss Pearl Pálmason fiðluleikari vakti mikla
hrifningu með fiðluspili sínu í Ottawa, en þar aðstoðaði
hún við samsöng söngflokksins “Ottawa Choral Union”.
13. des. — Eggert Stefánsson, hinn kunni íslenzki
söngvari, hélt hljómleika í Winnipeg, undir umsjón Þjóð-