Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 74
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
30. maí—Alda Pálsson (dóttir Jónasar hljómfræðings
og Emilíu Pálsson í New Westminster, B.C.) hélt píanó-
hljómleika í Toronto við mikinn orðstír. Um svipað leyti
hlaut hún heiðurspening úr gulli fyrir framúrskarandi
tækni og þekkingu í píanó-spili, en hún hefir stundað nám
við Toronto Conservatorv of Music, lokið þar prófum
með ágætum einkunnum og hlotið hvern námsstyrkinn
eftir annan.
3. júní—Myndir af þeim séra Albert E. Kristjánsson,
er fyrstur þjónaði únitariskum (sambands) söfnuðum á
þeim slóðum og vann að stofnun þeirra, og af séra Guð-
mundi Ámason, er um langt skeið var prestur þeirra safn-
aða, afhjúpaðar við mjög fjölmenna guðsþjónustu að
Lundar Man. Séra Halldór E. Johnson, núverandi prest-
ur safnaðann, hélt minningarræðuna um séra Guðmund,
en Bergþór E. Johnson, forseti Sambandssafnaðarins í
Winnipeg, minntist séra Alberts. Hannes Pétursson, for-
seti Hins sameinaða kirkjfélags, flutti erindi, og söng-
flokkur, undir stjórn V. J. Guttormsson, söng hátíðar-
söngva.
8.-10. júní—Tuttugasta og fyrsta ársþing Bandalags
lúterskra kvenna haldið í lútersku kirkjunni í Selkirk,
Man. 1 sambandi við þingið var minnst 20 ára starfsafm-
ælis Bandalagsins með sérstöku samkomuhaldi. Mrs. S.
Ólafsson var endurkosin forseti.
10. júní—Rögnvaldur Sigurjónsson píanó-leikari efndi
til hljómleika í National Gallery of Art í Washington,
D.C., er yfir 1000 manns sóttu. Vakti hann mjög mikla
hrifningu áheyrenda og hlaut hina lofsamlegustu dóma í
Washington-blöðunum. Var hljómleika-samkoma þessi
haldin fyrir atbeina íslenzku sendiherrahjónanna í Wash-
ington, dr. Thor og frú Ágústa Thors.
11. júní—I sambanskosningum, er fram fóru þann
dag í Canada, var William Benidickson, lögfræðingur í
Kenora, Ont., kosinn sambandsþingmaður fyrir Kenora-