Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 75

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 75
ALMANAK 75 Rainy River kjördæmið. Hann er sonur Christian Beni- dickson, sem ættaður er frá Úlfsstöðum í Skagafirði, og konu hans af enskum ættum; fæddur í Dauphin, Man., 1911, en ólst upp í Winnipeg. Útskrifaðist frá Manitoba- háskólanum 1932 og lauk lögfræðiprófi þar 1936. Var í flugher Canada á stríðsárunum, hafði þar ábyrgarmikil störf með höndum, er hann rækti með ágætum. 16.-18. júní—Fjölmennar lýðveldishátíðir haldnar að Hnausum, Man., Mountain, N. Dakota, í New York, Chi- cago, Blaine, Washington, og Wynyard, Sask. Aðalræðu- maður að Hnausum var dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskólann í Baltimore. 21.-26. júní—Hið sextugasta og fyrsta ársþing Hins evang. lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi haldið í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Var kirkjuþing þetta, er var bæði fjölsótt og um allt hið virðu- legasta, sérstaklega helgað 60 ára afmæli kirkjufélagsins og 100 ára minningu dr. Jóns Bjarnasonar. Fulltrúi þjóð- kirkju Islands og ríkisstjórnai’ á þinginu var prófessor Ás- mundur Guðmundsson, forseti guðfræðideildar Háskóla Islands, er flutti opinberar kveðjur og ræður, og afhenti dr. H. Sigmar, sem var endurkosinn forseti kirkjufélags- ins, riddarakross Fálkaorðunnar, er Forseti Islands, herra Sveinn Bjömsson, hafði sæmt hann.—Forseti Sam- einuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku, dr. Franklin C. Fry, sat þingið sem fulltrúi kirkjusambands síns og flutti bæði kveðju og prédikun. Meðal annara gesta og ræðu- manna á þinginu voru séra Kristinn K. Ólafsson, heiðurs- forseti kirkjufélagsins, séra Philip M. Pétursson, er flutti kveðjur Sameinaða kirkjufélagsins íslenzka, og cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, M.S.T., er rétt áður hafði lokið meistaraprófi í guðfræði við Mt. Airy prestaskólann í Philadelphia; flutti hann persónulega kveðju frá föður sínum, dr. Sigurgeir Sigurðssyni, biskupinum yfir íslandi. Júní—Nýútkomin árbók Daniel Mclntyre skólans í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.