Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 75
ALMANAK
75
Rainy River kjördæmið. Hann er sonur Christian Beni-
dickson, sem ættaður er frá Úlfsstöðum í Skagafirði, og
konu hans af enskum ættum; fæddur í Dauphin, Man.,
1911, en ólst upp í Winnipeg. Útskrifaðist frá Manitoba-
háskólanum 1932 og lauk lögfræðiprófi þar 1936. Var í
flugher Canada á stríðsárunum, hafði þar ábyrgarmikil
störf með höndum, er hann rækti með ágætum.
16.-18. júní—Fjölmennar lýðveldishátíðir haldnar að
Hnausum, Man., Mountain, N. Dakota, í New York, Chi-
cago, Blaine, Washington, og Wynyard, Sask. Aðalræðu-
maður að Hnausum var dr. Stefán Einarsson, prófessor
við Johns Hopkins háskólann í Baltimore.
21.-26. júní—Hið sextugasta og fyrsta ársþing Hins
evang. lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi
haldið í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Var
kirkjuþing þetta, er var bæði fjölsótt og um allt hið virðu-
legasta, sérstaklega helgað 60 ára afmæli kirkjufélagsins
og 100 ára minningu dr. Jóns Bjarnasonar. Fulltrúi þjóð-
kirkju Islands og ríkisstjórnai’ á þinginu var prófessor Ás-
mundur Guðmundsson, forseti guðfræðideildar Háskóla
Islands, er flutti opinberar kveðjur og ræður, og afhenti
dr. H. Sigmar, sem var endurkosinn forseti kirkjufélags-
ins, riddarakross Fálkaorðunnar, er Forseti Islands,
herra Sveinn Bjömsson, hafði sæmt hann.—Forseti Sam-
einuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku, dr. Franklin C.
Fry, sat þingið sem fulltrúi kirkjusambands síns og flutti
bæði kveðju og prédikun. Meðal annara gesta og ræðu-
manna á þinginu voru séra Kristinn K. Ólafsson, heiðurs-
forseti kirkjufélagsins, séra Philip M. Pétursson, er flutti
kveðjur Sameinaða kirkjufélagsins íslenzka, og cand.
theol. Pétur Sigurgeirsson, M.S.T., er rétt áður hafði lokið
meistaraprófi í guðfræði við Mt. Airy prestaskólann í
Philadelphia; flutti hann persónulega kveðju frá föður
sínum, dr. Sigurgeir Sigurðssyni, biskupinum yfir íslandi.
Júní—Nýútkomin árbók Daniel Mclntyre skólans í