Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 78
78
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stokkunum 27. júní og skírt af Mrs. K. S. Þórðarson, konu
íslenzka vara-ræðismannsins í Seattle, enn einnig flutti
ræðu við það hátíðlega tækifæri. Meðal viðstaddra Isl-
endinga var Jakobína Johnson skáldkona.
25. ágúst—Fjölmenn samkoma haldin í Mikley, Man.,
í tilefni af 25 ára afmæli líknarfélagsins (sjúkrasamlags-
ins) “Hjálp í viðlögum”. Formaður félagsins, Jóhann
Johnson, og frá upphafi vega einn af helztu forvígis-
mönnum þess, hafði samkomustjóm með höndum. Aðal-
ræðuna flutti prófessor Richard Beck, en aðrir, sem til
máls tóku, voru S. V. Sigurðsson sveitarráðsmaður, Einar
P. Jónsson ritstjóri, Gísli Sigmundsson verzlunarstjóri og
Mrs. Ingibjörg Jónsson.
29. ágúst—Jónas Pálsson, hljómfræðingur í New West-
minster, B.C., átti sjötugsafmæli; hefir hann látið sig
skipta vestur-íslenzk félagsmál, en er þó kunnastur fyrir
víðtæka starfsemi sína á sviði tónmenntarinnar og sem
framúrskarandi píanó-kennari: hafa margir nemenda
hans unnið námsverðlaun og getið sér frægðarorð með
öðram hætti.
3. sept.—Lögðu þau Hallgrímur læknir og frú Helga
Haraldsdóttir Björnsson, sem dvalið höfðu árlangt í Win-
nipeg og unnið sér þar miklar vinsældir, af stað áleiðis
til Islands; hafði læknirinn verið við framhaldsnám vest-
an hafs, en hann er héraðslæknir á Akranesi.
6. sept.—Blaðafregn skýrir frá því, að Þorbjörg Dýr-
leif Árnason (dóttir séra Árna Jónssonar, prófasts að
Skútustöðum og Hólmum, og Auðar Gísladóttur), sem
um margra ára skeið hefir stundað hjúkrunarstörf í Se-
attle, hafi nýlega lokið meistaraprófi í hjúkrunarfræði við
University of Washington með ágætri einkunn; hún lauk
Bachelor of Science prófi við sama háskóla árið 1941.
9. sept.—Dr. Haraldur Sigmar, forseti Kirkjufélagsins
lúterska og um aldarfjórðungs skeið prestur íslenzku
safnaðanna í N. Dakota, settur inn í embætti sitt sem