Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 79
ALMANAK
79
prestur íslenzka safnaðarins í Vancouver, B.C., af séra
Runólfi Marteinsson, við fjölmenna og virðulega guðs-
þjónustu. Meðal annara presta er tóku þátt í athöfninni
voru séra Harald S. Sigmar, Seattle, og séra Guðmundur
P. Johnson, Blaine, Wash.
11. okt.—Blaðafrétt greinir frá, að Sigrid Margaret
Bardal (dóttir Paul fylkisþingmanns og Oddnýjar Sigríðar
Bardal (látin) í Winnipeg hafi hlotið námsverðlaun við
hljómlistardeild Manitoba háskóla fyrir óvenjulega túlk-
un og tækni í píanóspili.
13. okt.—Átti dr. Sveinn E. Björnsson í Árborg, Man.
sextugsafmæli. Hefir hann tekið mikinn þátt í opinberum
málum, bæði málum kirkjufélags síns og þjóðræknismál-
um, og meðal annars verið vara-forseti Þjóðræknisfélags-
ins. Stuttu síðar fluttu þau hjón, dr. Sveinn og frú Marja,
alfarin frá Árborg, og voru þau kvödd með mjög veglegu
og fjölsóttu samsæti af hálfu bygðarbúa.
15. okt.—Við fylkiskosningar í Manitoba hlutu þessir
Islendingar kosningu: Dr. S. O. Thompson, Riverton, í
Gimli kjördæmi; Chris Halldórsson, Eriksdale, Man.,
fyrir St. George kjördæmi, og G. S. Thorvaldson, K.C.,
í Winnipeg, endurkosinn.
Okt.—1 þeim mánuði kom út bókin “Lutherans in
Canada”, eftir séra Valdimar J. Eylands, prest Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg, ítarlegt rit og innihaldsríkt,
og brautryðjandaverk, því að hér er um að ræða fyrstu
heildarsögu lútersku kirkjunnar í Canada: hefir bókin
hlotið mjög góða dóma.
6. nóv.—Thor Thors, sendiherra Islands í Washington,
tilkynnir, að Þórhallur Ásgeirsson, sem starfað hafði við
sendiráðið í full þrjú ár, hafi látið af starfi sínu sem sendi-
ráðsritari og tekið við fulltrúastöðu í utanríkisráðuneytinu
í Reykjavík. Ennfremur, að skipaður hafi verið aðstoðar-
maður við sendiráðið Ólafur Björnsson lögfræðingur
(sonur Sveins Bjömssonar forseta og frú Georgíu Björns-