Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 85
ALMANAK
85
31. Björn Jónsson Axfjörð, landnemi, að heimili sínu í Hólar-
byggðinni í grennd við Leslie, Sask. Fæddur að Ytri-Tungu í
Suður-Þingeyjarsýslu 14. febr. 1864. Foreldrar: Jón Guðmunds-
son og Kristín Jóhannesdóttir. Kom til Ameríku ásamt seinni
konu sinni, Valgerði Þorláksdóttur, er lifir hann, árið 1903,
og höfðu jiau lengstum átt heima í Hólar-byggð.
JANÚAR 1945
1. Þorbjörg Ilallgrímsdóttir Guðmundsson (kona Tímóteusar Guð-
mundsson, landnámsmanns í grennd við Elfros, Sask.) að
heimili sínu. Fædd 2. sept. 1871 í Fremrihlíð í Vopnafirði.
Foreldrar: Hallgrímur Guðmundsson Magnússonar og Guðrún
Margrét Guðmundsdóttir Guðmundssonar. Fluttist með for-
eldrum sínum vestur um haf til Nýja-íslands árið 1876 og
fimm árum síðar til Norður Dakota. Tímóteus og Þorbjörg
bjuggu um skeið í Brown-byggð í Manitoba (Sambr. sögu
þeirrar byggðar, Alm. Ó.S.Th., 1938) en síðan 1907 í Vatna-
byggðum í Saskatchewan.
1. Guðbjörg Elíasdóttir Thorarinson, kona Hans Thorarinsonar,
bónda nálægt Mount Vemon, Wash., Fædd að Görðum í Beru-
vík í Snæfellsnessýslu, 16. júlí 1874. Foreldrar Elias Vigfús-
son frá Brokey á Breiðafirði og kona hans Sigríður Jósepsdóttir
frá Kambi í Breiðuvík sunnan Snæfellsjökuls.
3. Sigríður Bjarnadóttir Líndal (ekkja Þorsteins Þ. Líndal, d.
1908), á sjúkrahúsi í North Bellingham, Wash. Fædd 12. ágúst
1857 að Bergstöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Foreldrar:
Bjami Sigurðsson og Halldóra Jónsdóttir. Fluttist til Vestur-
heims með manni sínum 1887, fyrst til Norður-Dakota og
síðar til Blaine-bæjar, jrar sem hún hafði átt heima yfir 40 ár.
5. Magnús Einarsson, að heimili sínu í Winnipeg, 91 árs að aldri,
ættaður af Akranesi.
6. Lovísa (Louise) Oliver, ekkja Eggerts Oliver (d. 1929), á Grace
sjúkrahúsinu í Winnipeg, 79 ára gömul.
9. Guðmundur Jónsson Austfjörð, að heimili sona sinna í grennd
við Clarkleigh, Man. Fæddur að Hrollaugsstöðum í Hróars-
tungu í Suður-Múlasýslu 16. júlí 1862. Foreldrar: Jón Þórar-
insson og Kristin Björnsdóttir. Kom til Vesturheims árið 1892,
settist skömmu síðar að í hinni svonefndu Vestfoldar-byggð í
Manitoba og átti þar lengstum heima síðan.
13. Arnþor Jónasson, sonur Björns Jónasson og Kristjönu Sigur-
geirsdóttur Péturssonar (frá Reykjahlíð), að heimili sínu, Silver
Bay, Man. Fæddur 13. júní 1911.
16. Anna Guðbjörg Baldwin, kona Carls Baldwin, á heimili sínu
í Winnipeg, Man., 41 árs að aldri. Fædd í Argyle-byggð í
Manitoba; foreldrar: Stefán Christie og Matthildur Halldórs-
dóttir.
17. Anna Elinborg Þorsteinsdóttir Johnson, kona Erlends Johnson,