Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 95
ALMANAK
95
Winnipeg. Fædd í Reykjavík 5. sept. 1904. Foreldrar: Jóhann
Sigmundsson og Þórdís Sigurðardóttir, sem yfir 30 ár hafa
verið búsett í Winnipeg. Kom vestur um haf 1912.
20. Katrín Magnúsdóttir Egilsson, ekkja Guðmundar Egilsson (lát-
inn fyrir nokkrum árum), að heimili dóttur sinnar í Wynyard,
Sask. Fædd 15. ágúst 1859. Foreldrar: Magnús Einarsson og
Helga Stefánsdóttir frá Stöðukoti í Þykkvabæ í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu. Fluttist með manni sínum frá íslandi til N.
Dakota 1893, síðan eftir nokkur ár til Canada og áttu heima
á ýmsum stöðum í Vatnabyggðum í Sask.
20. Páll Davið Franklin Dalmann, á Almenna sjúkrahúsinu í Win-
nipeg, Man. Fæddur í Milwaukee, Wisconsin, í Bandaríkjun-
um, 3. sept. 1878, en hafði átt heima í Winnipeg í nærri hálfa
öld.
24. Guðmundur Thorkelsson, að heimili sínu á Gimli, Man., 66
ára að aldri.
26. Björn M. Paulson lögfræðingur, að heimili tengdamóður sinn-
ar í Winnipeg, Man., 59 ára að aldri. Fæddur þar í borg og
iitskrifaður í lögum frá Manitoba-háskóla. Stundaði lögfræðis-
störf í Somerset, Man., en hafði undanfarin 13 ár verið skrifari
Bifröst-sveitar í Nýja-lslandi og búsettur í Arborg, Man.
28. Sigríður G. Isfeld, er lengi bjó í grennd við Mozart, Sask., að
heimili dóttur sinnar að Argyle, P.O., Man. Fædd 10. mai
1850 að Holtsmúla á Langholti í Skagafjarðarsýslu, dóttir Sig-
urðar og Ragnheiðar, er þar bjuggu. Kom til Canada árið 1900.
28. George Isfeld, frá Fort William, Ont., í Long Lac, Ont., 53
ára að aldri; foreldrar: Kristján og Helga ísfeld, sem lengi
áttu heima í Argyle-byggð í Manitoba.
31. Ólina Thorarinsson Johnson, (kona Walters Johnson), að heim-
ili sínu í Winnipeg, 55 ára gömul.
31. Walter Johnson, að heimili sinu í Winnipeg. Fæddur þar i
borg 14. mars 1889, og hafði um all-langt skeið verið starfs-
maður Manitoba símakerfisins. Foreldrar: Árni og Guðrún
Johnson, ættuð úr Húnavatnssýslu.
SEPTEMBER 1945
2. Þorsteinn Vigfússon rafvirki, á sjúkrahúsi í Winnipeg, um
fimmtugt; sonur Víglundar Vigfússon og konu hans, er lengi
voru búsett i íslenzku byggðinni í grennd við Churchbridge,
Sask.
5. Anna Bjarnadóttir Bergmann, kona Sigfúsar S. Bergmann, að
heimili sínu í Wynyard, Sask., 78 ára að aldri.
8. Jóhann Magnús Bjarnason, rithöfundur og fyrrum kennari, að
heimili sínu í Elfros, Sask. Ættaður af Fljótsdalshéraði, fæddur
24. mai 1866, og kom vestur um haf til Nova Scotia með for-
eldrum sínum 1875. (Smbr. minningargrein um hann í þessum
árgangi Alm.).