Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 97
ALMANAK
97
]3. Eyvindur Borgil Doll, að heinrili sínu í Mikley, Man., 42 ára
að aldri.
15. Kjartan Goodman, frá Winnipegosis, á sjúkrahúsi í Dauphin,
Man. Foreldrar: Metúsalem Guðmundsson og Jakobína Jóns-
dóttir, ættuð frá Kálfaströnd við Mývatn í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
17. Þorbjörg Sigrún (Lóa) Eyríkson kennslukona, að heimili sínu
í Burnaby, B.C. Fædd í Cavalier, N. Dak., 26. ágúst 1895.
Foreldrar: Sigurjón verzlunarmaður (síðar í Wynyard, Sask.)
og Kristrún Eiríksson, bæði látin fyrir nokkru.
18. Sigurjón Sigurðsson, fyrrum kaupmaður í Árborg, Man., að
heimili sínu í Winnipeg, nokkuð við aldur.
23. Ingveldur Jónsdóttir Berentson, að heimili sínu í Selkirk, Man.,
91 árs að aldri. Fædd í Pétursey í Mýrdal í Vestur-Skafta-
fellssýslu, dóttir hjónanna Jóns Ólafssonar og Elínar Bjarna-
dóttur.
21. Fræðiþulurinn Magnús Sigurðsson, er lengi bjó að Storð í
Framnes-byggð í Nýja-íslandi, að elliheimilinu “Betel” að
Gimli, Man. Fæddur 13. apríl 1856 að Háafelli í Borgarfirði.
Foreldrar: Sigurður Guðmundsson hreppstjóra á Hvítársíðu
og Þuríður Jónsdóttir bónda Jónssonar á Signýjarstöðum, síðar
í Deildartungu. Kom vestur um haf um aldamótin. Víðlesinn
fróðleiksmaður, er margt hafði ritað sögulegs efnis. (Smbr. frá-
sögn um hann í þáttum um byggðir Islendinga í Norður Nýja-
íslandi, Alm. Ó.S.Th., 1931).
26. Sigrún Gíslason, í Chicago, Illinois. Fædd 17. april 1915 í
Reykjavíkur-byggðinni í Manitoba, þar sem foreldrar hennar,
Ingvar Gíslason (ættaður frá Sveinavatni í Grímsnesi) og Þóra
Guðmundsdóttir (frá Skógastjöm á Álptanesi) bjuggu til
skamms tíma, nú í Steep Rock, Man.
30. Þorsteinn Einarsson, að heimili sínu í Campbell River, B.C.,
63 ára að aldri. Ættaður frá Árnanesi í Austur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar: Einar Stefánsson og Lovísa Benediktsdóttir. Kom
vestur um haf 1903 og átti lengst af heima í Winnipeg. Bróðir
Stefáns Einarssonar ritstjóra “Heimskringlu.
OKTÓBER 1945
2. Bjarni Thorsteinsson Eastman, að heimili dóttur sinnar í Por-
tage Ia Prairie, Man., 85 ára að aldri. Ættaður frá Breiðu-
mýrarholti í Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu, kom vestur um
haf 1892 og hafði um langt skeið verið bóndi í Big Point-
byggð í Manitoba.
9. Thorleifur Jónasson, að heimili sínu í Prince Rupert, B.C.
Fæddur í Skagafjarðarsýslu árið 1869. Foreldrar: Jónas Jó-
hannesson og Ingibjörg Jóhannesdóttir. Fluttlst með þeim til
Canada 1883, en þau námu land skammt frá Gimli; átti þar