Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 101
ALMANAK 101
13. Guðríður Hjaltalín, frá Piney, Man., á sjúkrahúsi i Winnipeg;
81 árs að aldri.
14. Jón Jóhannsson landnámsmaður, að heimili sínu í Elfros, Sask.
Fæddur að Héðinshöfða á Tjömesi í Suður-Þingeyjarsýslu 12.
mars 1875. Foreldrar: Jóhann Jónsson og Sigurlaug Jónsdóttir.
Flutti vestur um haf árið 1905, nam land í Hólar-byggð í
grennd við Elfros og bjó ))ar þangað til fyrir nokkrum árum.
21. Bjöm Thordarson, að Höfða í Mikley, Man., á fimmtugsaldri.
24. Skúli Skúlason, í Selkirk, Man. Fæddur að Presthólum í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu 3. sept. 1857.Foreldrar: Skúli Metúsalemson
og Guðrún kona hans. Kom til Canada 1903, átti um hríð
heima í Winnipeg, nam síðan land við Oak Point, Man., og
bjó þar um allmörg ár.
24. Ingibjörg Bjömsdóttir Ámason, kona Bjarna Árnason frá Kára-
stöðum í Hegranesi, að heimili sínu í Selkirk, Man. Fædd 22.
maí 1867 í Selhólum í Fagranessókn í Skagaífjarðarsýslu. For-
eldrar: Bjöm Jónsson og Hildur Guðmundsdóttir. Flutti til
Vesturheims með manni sínum aldamótaárið; námu land og
bjuggu all-lengi í Víðines-byggð í Nýja-íslandi, en hin síðari
ár í Selkirk.
29. Jónas Jónasson Bergman, að heimili sínu í Winnipeg, Man.
Fæddur að bæ þeim, er nú heitir að Uppsölum í Miðfirði í
Húnavatnssýslu, 17. júlí 1863. Kom til Canada árið 1887 og
hefir átt heima í Winnipeg ávalt síðan.
MencUcunÍi!
WE SPECIALIZE IN PRINTED FORMS
FOR YOUR RUSINESS
Phone or Write us about your Needs
Prompt Service and Reasonable Prices
PHONE 30 971
THORGEIRSON Co. ★ PRINTERS
532 AGNES STREET WINNIPEG, MAN.