Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 31

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 31
27 meðal annars ráða af því, að hann hefir nýlega komið þvi til leiðar, að íslenzka verði gerð að skyldunámsgrein til burtfararprófs við háskólann í þeim hluta þess, er nefnist „Modern Languages Tripos, þ. e. hátt próf í nýj- um málum. Eiríkur Magnússon hefir síðan 18B7 verið kvæntur Sigríði Einarsdóttur; hún er fædd í Reykjavík, og erhún skýrleikskona og in drenglyndasta, hefir liún reynzt trúr lífsleiðtogi manns síns, og lionum samhent, bæði í öðru og sérstaklega í rækt og góðvilja til íslands og þess, sem íslenzkt er. í bágindunum, sem urðu eptir eldgosin á Mývatnsör- æfum og i Dyngjufjöllum, gerðist E. M. hvat-amaður að samskotum á Englandi handa þeim sveitum, er mestan skaða höfðu beðið af öskufallinu, og kom haim því til leiðar, sem var snjallræði, að samskotaneíhdin réð af að kaupa fóðurkorn handa öskusveitunum og senda það með gufuskipi til Austfjarða. Kom E. M. með skipinu og gekst fyrir útbýtingu gjafanna, sem urðu inum nauð- stöddu á öskusvæðinu til ómetanlegrar bjargar. I ann- að sinn hefir hann síðan aptur komið fiam „sem vinur, er í raun reynist“, og það var á hafíss- og hallærisárinu mikla 1882. E>á gekst hann með ágætismanninum skáld- inu W. Morris fyrir samskotum á Englandi til að hjálpa; þar sem bágindin voru mest og nærri lá við gjörsamleg- um skepnufelli. Pékk það mál inar beztu undirtektir á Englandi og söfnuðust á stuttum tima 4800 pd. sterl. (86,400 kr.), og mimdi hafa gefizt miklu meira. ef ekki liefði verið spfit fyrir málinu af illviljuðum mönnum, sem rituðu niðgreinir í ensk blöð og kváðu harðindin á íslandi vera tóman tilhúning og uppdiktun f eigingjani- legum tilgangi. Þessi svivirðilegi rógur — enn svívirði- legri fyrir það, að hann mun mestmegnis hafa verið af íslenzkum toga spunninn—varð til þess að stöðva sam- skotin á miðri leið, og svo át rógurinn um sig á Eng- landi, að hann varð ekki upprættur fyr en ári síðar. En um haustið 1882 f okt.. kom E. M. með gjafirnar, sem mest voru í komi og heyi, á gufuskipi frá Englandi, fyrst til Berufjarðar og síðau til Keykjavíkur. Þar var

x

Almanak fyrir hvern mann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.