Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 32

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 32
28 honum haldin heiðursyeizla og mikill sómi sýndur. Eptir það fór hann norður um land og síðan til Englands, og liafði einatt 4 ferð þessari hrept in verstu veður og verið 1 lífsháska, því skipið var hvorki vel traust né vel mannað. Fyrir dugnað sinn og drengilega framgöngu í þessu máli sæmdi danska stjórnin hann með riddara- krossi dannebrogsorðunnar. Að því er til ritstarfa kemur, er merkast eptir E. M. það er nú skal greina: Starf hans við útgáfu Nýatesta- mentisins, 1863, 2. útg. 1864; Bifllunnar 1866. Ensk þýð- ing af isl. þjóðsögum, er hann gaf út með G. Powell, en mun liafa unnið mest að sjálfur: Legends of Iceland. 1864. Legends of Tceland 2. series, með fjallkonumyndinni alkunnu gjörðri eptir hans fyrirsögn og frumdrætti; að þessum síðari parti vann liann alveg einn. Orettissaga á ensku, er haim þýddi og gaf út með W. Morris 1869; Völsunga- saga á ensku (The story of the Volsungs and Niblungs. 1870.) með W. Morris. Friðþjófssaga frækna, Gunnlaugs og Viglundar væna á ensku eptir ina sömu (Tliree north- ern Love Stories. 1875), útgáfa af Lilju 1870. Thómas saga erkibiskups, ítarleg útgáfa með enskri þýðingu i 2 bindum, 1874—83. ísl. þýðing 4 Bunyan’s För píla- grímsins frá þessuin heimi til ins ókomna, 1876 ; ensk þýðing af smákvæðum Runebergs (Runebergs Lyrical Songs) 1878'j On a Rmiic Calendar found in Lapland 1866 og On a Norwegian Clog Calendar. Óprentað, en bráðum væntanlegt á prenti: ensk þýðing af Fdnrik Stals Sagner eptir Runeberg, og ísl. þýðing af leikriti Shakspeares The Tempest, nieð miklum skýringum. Þar að auki eru eptir hann ýmis smærri rit., og fjöldi blaðagreina og rit- gjörðir ýmsar i enskum tímaritum, þar 4 meðal i Athe- naium og Saturday Review. E. M. er maður vel lærður og prýðilega mentaður. Hann er ágætlega að sér í ýmsum inum nýrri málum, sem liann talar og ritar manna bezt. Gáfur hans eru miklar, andinn frjáls og fjörugur og laus við alla hálf- velgju, eins og flnna má á rithætti hans, því hann segir jafnan meiningu sína ört og frýjulaust; honum er og mjög h'itt um að rita og er hann jafnan ótrauður

x

Almanak fyrir hvern mann

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.