Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 33

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 33
29 til þeirra starfa. Um dugnað hans og ötulleika er æfiferill hans inn bezti vottur, því að vissu leyti má hann kallast selfmade man, að minsta kosti mundi víst fáum í hans sporum hafa tekist að ryðja sér jafnheiðar- lega braut í annarlegu landi. Charles Darwin. Það er óhætt að fullyrða, að enginn vísindamaður hefir nokkurn t.íma áorkað meiru í sinni vísindagrein, og jafnvel út yfir hana, en Ch. Darwin. Hann hefir beint inum vísindalegu rannsóknum í dýrafræðinni og grasafi-æðinni i nýa stefnu og inar miklu framfarir, sem nú gerast i þessum efnum', eru víða hvar að eins útfærsla af liug- myndum D. Það er því ómaks vert að kynna sér æfifer- il þessa merkismanns og lita yfir aðalatriðin i inum nýu kenningum hans, sem kalla má að myndi nýtt tímabil i þekkingarframför mannkynsins. Charles Darwin er kominn af gáfu- og lærdómsætt mik- illi á Englandi, og er liann fæddur 12. febr. 1809, í Shreivs- Imry, þar sem faðir hans var læknir. Gekk hann þar í latinuskóla, þangað til hann var sextán ára, ogfór siðan til Edínborgar, en tveimur árum siðar til Cambridge og lauk þar háskóla námi sínu. Þar aðliyltist. liann einkum og gerðist samrýndur Henslow, prófessor í grasafrædi, sem hafði in mestu og beztu áhrif á D. og kom honum inn á þá braut, sem síðar átti að verða honum til svo mikillar frægðar, enda hefir D. ávalt minzt þessa kennara síns með innilegri þakklátsemi. 1831 tók D. ið fyrsta próf sitt, i Cambridge og varð Bachelor of Arts og seinna einnig Master of Arts, er mikið til samsvarar lærdómsframa þeim, er annarstaðar táknast með nafnbótinni: Dootor philosophiæ. Að öðru leyti er fátt að segja af háskóla- námi lians. D. var sterkbygður og heilsuhraustur, og feldi sig ekki við inniveru og stofulærdóms iðkanir, dvaidi hann því mestan part stúdents-áranna í Edínborg og fór á dýraveiðar í Hálöndunum á Skotlandi, en því jafnframt safnaði hann alskonar náttúru gripum og leitaðist við að kynna sér lægri tegundir sjódýra. í Cambridge lagði hann

x

Almanak fyrir hvern mann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.