Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 34

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 34
30 sig einkum eptir skorkvikinda-fræði, og jafnframt jarðfræði, en þó hefir hann sj&lfur sagt, að hann hafi ekki um þessar mundir iðkað vísindan&mið nema sér til skemtunar, og ekki með nægum visindalegum áhuga eða djúpfæmi; hann hafi í þá daga að eins elskað n&ttúruna og verið ákafur veiðimaður, en starfsmaður enginn, fyr en liann var kom- inn á annað ár um tvítugt, en þ& hafi hann líka tekið til verka af öllum hug og allri dáð. Árið 1831 er merkis- árið í æfi hans; þá sagðist hann hafa byrjað nýtt líf og verulega farið að mentast. Með þeim tíma hefst hans dæmaf&a vísindalega starfsemi. Um þetta leyti gerði enska stjórnin út briggskipið „Beagle“ í strandmælinga-ferð til Eldlandsins, Patagóniu, Chili, Perú og nokkurra eyja í Kyrra hafinu, enjafnframt var ætlunarverkið, að gera ýmsar lengdarmælingar víðs- vegar á jarðhnettinum. Fyrirliðinn & skipinu, Pitzroy, vildi fá vísindalega mentaðan félaga með sér og bauð ókeypis ferð og kost ogvistarveru í káetu sinni. Þegar D. varð þess vis, gaf hann sig undir eins fram, þó kjörin hefðu mátt vera betri; kvaðst hann vera fús að fylgjast með. en þó að eins með því skilyrði, að allir safnmunir yrðu sín eiginleg eign, og að þessu skilyrði gekk sjóliðs- stjórnin þegar í stað. Pörin stóð yfir frá 27 des. 1831 til 2. okt. 1836 og gekk stórslysalaust frá bytjun til enda. Á- rangur hennar varð inn bezti og ríkulegasti, og inum mestu vísindamönnum kom saman um, að in stórkostlegu söfn, er D. kom heim með, og ferðabækur hans og skýrsl- ur og athuganir, gerðu förina að einhverri inni mestu merkisfór, sem farin hefði verið í þarfir vfsindanna. Þegar D. var heim kominn, fór liann til London og var þar f þrjú ár að raða og skipa niður náttúrusöfnum sínum og ljúka við dagbækur sínar. Frá London fór hann til móð- urbróður síns, er bjó í Stafford-skíri, og dvaldi hjá honum; gekk hann þar að eiga dóttur hans og náfrænku sína Emma Wedgwood. Þau áttu böm saman, fimm sonu og tvær dætur. Heilsa Darwins hafði á æskuárunum verið in bezta, eins og fyr er getið, en svo hefir hann sjálfur sagt, að frá ár- inu 1840 liafi henni hrakað. Hann hafði á inni löngu

x

Almanak fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.