Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 35
31
sjóferð verið síþjáður af sjósótt og legið íimm vikm' rvun-
fastur í Valparaiso. Þar að auki mun honum hafa gert
nokkuð, að skiparakosturinn átti illa við hann, af þvi
hann var honum með öllu óvanur, og eins er það líklegt
að hann hafi ofreynt sig í inum vísindalegu leitar-ferð-
um, er hann fór á landi. Sakir þessarar heilsubilunar
og með fram til að geta iökað visindi sín í fullum friði,
þá réð hann það af skömmu eptir giptinguna, að draga
sig út úr inu borglega félagslifi og flutti til þorps nokkurs
er Down heitir (í Kent) og liggur í landsuður frá London.
Þar lifði hann til dauðadags með konu sinni og hörnum
i fullkomnu næði, og gaf sig allan við vísindalegum rann-
sóknum og ritverkum, og þar vann Jiann ótrauður að inu
mikla verki, að safna röksemdum á reynslunnar vegi fyrir
þeirri skoðun sinni, að allar dýra og plöntu myndir seu
upprunnar og œttaðar frá fáum frummyndum; en þá hug-
mynd fékk hann fyrst við rannsóknir sínar á dýrakyn-
inu í Patagóníu 1833. Við heimili sitt í Down lagði
liann svo tugum ára skipti stund á að tímga bæði dýr og
plöntur með miklum umbúnaði, til þess að athuga ná-
kvæmlega æxlunina, tilbreytinguna og lifnaðarliáttinn,
og prófa þar með verklega kenningu sína um uppruna
og þróun allra dýra og plantna yfir liöfuð, en hún er
sú, að dýr og plöntur geti látið tegundarmarkið ganga 1
erfð til afkvæmisins, en jafnframt, lika afkynjazt frá
tegund sinni sökum breyttra lífskjara og baráttunnar
fyrir tilverunni; eins líka að náttúran velji sum kynferði
til að varðveitast gegn um þessa baráttu. Það er mjög
merkilegt og einkennilegt fyrir D., að hann heið í tutt-
ugu ár, sem hann har þessa kenningu algjörva innan
brjósts, án þess að lýsa yfir henni á prenti. Hann vildi
altaf treysta hana með sterkari og sterkari rökum.
Pyrstu yfirlýsing um hana lét hann koma 1. júll 1858,
en þó ekki með ljúfum vilja, því það var með mestu
herkjum að tveir vinir hans, jarðfræðingurinn Chai-les
Lyell og grasafræðingurinn Josepli Hooker gátu fengið
hann til þess.
Þannig lifði þessi mikli maður allan efri hluta æfi sinn-
ar sönnu vísinda og rannsóknar Hfi, lausjvið heimsglaum-