Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Qupperneq 40
34
komnunar braut. Fyrir þesaari kenningu hefir D. fært
svo öflugar röksemdir, að færri munu þeir nú orðið, er
•efast um gildi hennar.
Eins og fyr er 4 vikið, er það skoðun D., að dýra- og
plöntulíf jarðarinnar sé kynjað frá örfáum frumlegum
h'fsmyndum’ og þær hyggur liann séu aptur framkomnar
af inum lægstu og einfóldustu lífsmyndunum, sem hafa
þróazt um þúsundir og hundrað þúsundir ára. Ýmsir
af áhangendum hans bygðu á þessu þá kemiingu, að
maðurinn sé nánast í ætt kominn frá hryggdýrunum, og
þá helzt öpunum, en D. leiddi það umtalsefni lengi hiá
sér, þangað tilhann árið 1871 gaf útbók sina um „ættar
uppruna mannsins1 11 (Desceid of Man), sem inniheldur
skoðun hans um það mál. Segir hann þar, að maðurmn
liafi verið og sé ftamvegis undirorpinn sama vaxtar lög-
máli, sem allar aðrar dýramyndanir, |og muni smásaman
ú óralöngum tíma hafa æxlazt út frá lægri hryggdýrum
og likast til af apa- llkum spendýrum. Fyrir þessu færir
hann mörg rök og endar með rannsókn um það, að hve
miklu leyti inar andlegu einkunnir geri staðfest djúp
á milli mannsins og dýrsins.
Það er vitaskuld, að eins og kenning D. samrýmist ekki
við ina almennu eldri vísindalegu skoðun, eins lítt eða enn
þá miklu síður samrýmist hún við biflíuna og frásögn
hennar um samtíða sköpun alheimsins og als þess, er
lifir. Það liefir þvi ekki vantað, að margir hafa orðið
til að áfella og ófrægja kenningu D. og sjálfan hann
með af síðamefndri orsök. En D. hefir aldrei sjálfur
með einu orði áreitt biflíu, trúarbrögð né kirkju. Hann
liefir að eins rannsakað sem visindamaður og grenslazt
eptir sannleikanum, og það, sem hann hefir fundið rétt-
ast, hefir hann eptir grandgæfilega prófun lagt fram
fyrir inn mentaða heim, vísindunum til endalausra fram-
fara og sjálfum sér til ódauðlegrar frægðar.
1) Lik skofrnn liaföi reyndar áður veriS framsett af ýmsum, þar á
muSal Aristóteles, Goethe og Lamarok, en það er D. sem fyrstur hefir
afiat henni vísindalegrar viðurkenningar, þó hún reyndar enn 1 dag aigi
s6r noltkra mótmælendur.