Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Qupperneq 42
36
samboðinn verði báðum okkr“. Þetta virðist djarflega
vonað, þar sem drengrinn var ekki nema sex ára; en
vonin rættist að fullu.
Þá er faðir hans hafði fengið embætti í Indlands- stjóm-
inni (India house), jukust svo annir hans, að hann varð
að hætta við að kenna sjálfr syni sínum. John Stuart
var ])á (1820) 14 ára. Yar hann ])á sendr til Frakklands
til náms og dvalar um hálft annað ár, og dvaldi mikið
af þeim tíma hjá inum nafnkunna þjóðmeganfræðingi
Jean Baptiste Say.
Uppeldið á John Stuart Mill var nokkuð einkennilegt
og alveg lagað eftir heimspekilegum reglum. Honum var
engin trú innrætt, öðruvísi en hvað liann var fræddr um
lielztu trúarbrögð bæði i fornöld og á samtíð hans, alveg
eins og vér lærum aðalatriði einliverrar goðafræði. Alt
var til þess gjört, að menta skynsemi hans og hjarta, en
forðast að innræta honum alla fordóma, svo að hann
gæti siðar meir með sem óháðustum anda myndað sér
sina lífsskoðun, og sjálfr kosið eða hafnað með skynsemd
i trúarlegum eíimm. Hver álirifþetta uppeldi hefir haft
á hann í trúar-efnum, má sjá í bók þeirri „um trúna“, sem
fanst eftir hann látin og var gefin út. En hver áhrif uppeldi
föður hans hafði haft á all a hugarstefnu hans og hugsun,
þess ber hver lina merki af öllu, sem hann hefir ritað;
þó, eí til vill, ekkert eins og bók hans „um frelsið11; slíkt
hlutdi ægnisleysi í rannsóknum og samvizkusemi, sá skarp-
leiki i ályktunum og allri hugsun, sá mannúðar-andi og
umhurðarlyndi, sem lýsir sér i bókum hans, þetta finst
ekki alt til samans mér vitanlega til nokkurra lika hjá
neinum öðrum manni.
Snemma árs 1822 kom J. St. M. til Lundúna aftr, og
fékk liann þá skömmu síðar embætti í Austindia-félaginu
í stjórnardeild þeirri, er faðir hans stýrði. 35 ár samfleyt.t
var hann i þjónustu féiagsins, og sýndi þar svo mikinn
embæt.tis-dugnað, að liann hófst smátt og smátt frá inu
lægsta embætti til eins ins liæsta. Hann komst þannig
ungr í embætti, en hann hætti eigi að nema fyrir þvi;
liann var þeirrar trúar, að „svo lengi lærir sem lifir“,