Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 47
41
eitt ið þýðingarmesta mál, er hann starfaði að; og
þó að hann yæri ekki endrkosinn við næstu kosningar,
þá eru áhrif þau, sem hann hafði með þvi, að koma þessu
rnáli 4 rekspöl, næg til þess, að kalla þingmensku hans
ina heillaríkustu og sigrsælustu. En yíir höfuð má
segja það sama um öll þau stjórnmál, sem Mill lagði
sig fram i af alhuga, að í þeim öllum hafði hann stór-
vægileg áhrif á sögu samtíðar sinnar, og það ávalt i þá
stefnu, sem hann óskaði. Hve mikils Gladstone mat
Mill sem þingmann, má marka af þvi, að hann sagði
um Mill, að hlænum á ræðum þingmanna í parlamentinu
færi ævinnlega merkjanlega aftr bæði í kurteisi og skyn-
semi þegar Mill væri ekki við staddr.
Mill andaðist 8. maí 1878.
TJm það her öllum saman, að Mill var inn gæfasti
maðr og vandaðasti og postuilega hreinlifr í öllu dag-
fari. í umgengni var liann inn ástúðlegasti og skemti-
legasti; hann var hlátt áfram og náttúrlegr, og lét aldrei
mikið yfir sjálfum sér. Það yar ekki hans vani, að gefa
mönnum undir fótinn, að hann væri samtiðar sinnar
mesti hugsanfræðingr, frumspekingr, siðfræðingr og
þjóðmeganfræðingr, og þó var hann þetta alt. Hve fjöl-
liæfr haxm var í nálega öllum vísindagreinum, er varla
unt að lýsa. Iíenry Fawcett, prófessor i Camhridge,
þingmaðr og ráðherra, segirafhonum þessa sögu: Fyrir
nokkrum árum har svo til, að ég átti tal við þrjá vis-
indamenn; einn var stærðfræðingr, annar fommálafræð-
ingr og inn þriðji lifseðlisfræðingi- (physiolog). Yér vór-
um að tala um víglsuræðu þá, er Mill hafði haldið sem
rektor St. Andrew’s- háskólans. Stærðfræðingrinn sagðist
aldrei hafa lieyrt svo ljóslega lýst gagnsemi stærðfræðar-
námsins, sem í þessari ræðu; fommálafræðingrinn sagði
ið sama um fomu málin og lifseðlisfræðingrinn sagði
einnig ið sama um náttúruvisindin.
Að lokum skal ég geta þess, liversu Mill varði eigum
sínum eftir sig látinn, þvi að hann dó barnlaus. í arf-
leiðsluskrá þeirri, sem hann gjörði, ánafnar hami J* st. 3000
(=54000 kr.) þeim háskóla á Bretlandi, er fyrstr leyfi kon-
um aðgang til embættisprófa; sama liáskóla gaf hann enn