Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 53
47
hvatti þá. mjög til að reyna, en þeir stóðu af sór freist-
inguna.
Svo spilar Þjóðverjinn enn og vinnr aftr; í þriðja
sinni segir hann: „Eigum við ekki að tvöfalda upphæð-
ina?“ Hinn var til í það. En hvorsu sem það var,
þá tapaði hann nú; það voru 60 dollars.—Hann spilaði
um 25 á ný ; skoðaði undir spilið og vann. — „Nú ætla
ég að fjórfalda11, sagði hann við okkr; „ég lét dónann
vinna einu sinni tvöfalt, til þess að hann yrði síðr tor-
trygginn— Á, hvaða skratti!11 segir hann svo; „ég hefi
þá ekki nóg á mór. Ég hefi vist ekki tíma til að skreppa
yfir í vagninn aftr; ég fékk umsjónarmanninum pen-
ingaskrín mitt til geymslu. — Það var leiðinlegr skolli!
Hafið þér ekki 60 dollars á yðr, sem þér getið léð mér
þangað til við komum yfir í vagninn aftr ?“ segir hann
við mig. Eg neitaði því. „En þér?“ segir hann við
Pál. — „Nei, ekki svo mikið!“ segir Páll; „ég hef ekki
nema 25.“— Ólafr hafði aftr 50 dollars, og léði hann
houum þá. Hann spilaði nú um 100 dollars, lagði þá á
borðið og fer að skoða undir spilið. En þá segir fulli
maðrinn: „Nei, lagsi! ekki hafa rangt við. Sá, sem
hefir rangt við, hefir tapað,“ og um leið strauk hann
til sin 100 dollarana.
Þjóðverjinn varð súr á svipinn; en hvað dugði það;
drukni maðrinn hafði rétt; og þar að auki hafði hann
sjöhleypu og ryt^ingskníf i beltinu, og þvi hafði hann
óyggjandi rétt.
„Ó, hvað gjörir það annars?“ sagði svo Þjóðverjinn;
„ég lief hálft þriðja þúsund dollars í vagninum með
mér. — Það er samt leitt, að ná sér ekkert niðr á lion-
um;“ segir hann svo; — „og lánið þér mér þessa 26 dollars,
sem þér höfðuð," segir hann við Pál. Páll gjörði það,
og þó móti ráði mínu. — Hinn spilaði á ný —- og tapaði.
í þessu var hringt til brottferðar. Þjóðverjinn inti
mig á ný eftir, hvort óg hefði ekki 25 dollars á mér,
en ég sagði nei við því, enda var það satt; ég bar hér
um bil enga peninga á mér. í því er hringt síðari hring-
ingunni, og lilupum við þá á stað sem hraðast mátti
yfir völlinn yfir að vögnunum, enda var lestin þá að kom-