Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 56
50
berjatrjánum vaxa brjóstnisti og gullnálar, og ekki eru
á þeim svört ber, beldur ljómandi hvítar perlur. Á íuru-
trjánum hanga kvennúr og kostulegar hálskeðjur. Á
runnunum vaxa stígvél og skór, karlmannshattar og
kvennhattar, stráhattar með fjöðrum og als konar höfuð-
búnaður, sem prýddur er með paradísarfuglum, koli-
bríum, demants-flugum, perlum, emalíu og gullbrydd-
ingum.
t þessu ágœta landi eru haldnir tveir stórmarkaðir með
beztu hlunnindum. Sá, sem á gamla konu, sem honum
leiðist, af því honum þykir hún ekki lengur vera nógu ung
og fríð handa sér, hann getur haft konuskipti á markaði
fyrir aðra unga og fríða og fær enda peninga í tilbót.
Gamla og ljóta kvennfólkið er látið í uppyngingar-laug,
sem er eitt af inum mörgu dýrindum þessa sældar-
lands, og fylgir henni afarmikill máttur. í henni lauga
sig inar gömlu konur svo sem þrjá daga, í mesta lagi
fjóra, og verða við það að fríðum yngismeyjum seytján
eða átján vetra gömlum. Mikið er lika af skemtunum í
Slæpinga-landi. Sá, sem hér á landi hefir enga hepni
með sér, hann hetír þar ið bezta gengi í spilum og
skemtiskotum. Hér skjóta margir alla æfi fram hjá og
hitta aldrei rnarkið, en sá, sem hæfir þar lengst frá inark-
inu, hann fær hæsta vinning. Ekki mundi lieldur vera
margt að því að vera þar fyrir svefnpurkumar, som hér
á landi baka sér örbirgð með leti sinni og ómennsku,
svo þeir verða gjaldþrota og komast á vonarvöl. Þarna
i Slæpinga-landi fær maður spesíu fyrir hvern klukku-
tíma svefn og einn ríkisdal fyrir hvern geispa. Sá sem
tapar í spilum, fær aptur peninga í vasann. Drykkju-
menn fá það bezta vín, sem til er, ókeypis og þrjú mörk
að verðlaunum fyrir hvern teig, hvort. sem það eru kon-
ur eða karlar. Sá sem gengur bezt fram í að narra og
svíkja út úr öðrum, fær einn dal í hvertskipti. Enginn
má gjöra neitt ókeypis ogsá, sem sagt getur stærsta lygi,
fær spesíu í livert skipti.
Hér eru svo margir sem ljúga, og fá þó aldrei neitt
fyrir ómak sitt, en þar er lygin efst á blaði af öllum í-
þróttum, og væri þar því gott að vera fyrir suma „pró-