Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 60

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Side 60
54 (Glycerin), sem ekki er blönduð með vatni, er og góð til þess, því af henni verða ekki fitublettir, og hœgt að ná, henni úr með þvotti. Steinólia er góð til lireinsunar og fœgingar 4 velar og grófari hluti af málmi. Til að lcomastí þröng ntígvél eða setjaupp þröngva hanska er gott að dreifa talkum á hvortveggja að innanverðu. Að verja tréviðfúa. Til þess er gott að rjóðra tréð eða viðinn steinolíu, einkanlega það tré, sem úti er og sætir álirifum veðráttunnar. Steinolían gengur alldjúpt inn í viðinn og hindrar að hann drekki í sig vatn, en það verð- ur að rjóða hann tvisvar sinnum og varast að sólarbirta komist að honum, fyr en hann er orðinn gegnsmitaður af steinolíunni. Til að verja tréstaura, sem hleypt er i jörð niður, er höfð þessi aðferð: Menn taka soðna lín- olíu, hræra þar sarnan við smámuldu viðarkoli og maka þar í þann hluta trésins, sem niður i jörðina á að fara. Þegar rúmfót erw viðrvð, ætti ekki láta þau þar, sem sólskin er mjög mikið, því þar við þornar fiðrið um of, missir af fjaðurmagni sínu og verður stífara. Það er því hetra, að viðra rúmföt þegar sólskin er ekki til muna og berja vel úr þeim á eptir. Á sumrin þegar útgufun líkamans er mest, ætti ekki að breiða yfir rúmið eptir að það er uppbúið fyrri part dagsins, lieldur láta yfirsængina vera slegna til hliðar svo alt rúmið viðrist því betur, og eigi vel að vera, fyrir opnum glugga. 0, live skín þitt andlit hýrt TJndan bólsturmökkva, Signað tungl, og svífur slcýrt, Silfrar flóha dökhva; Við þitt skin mér verður fritt, Vil eg til þín flýa, Sýn niér dásamt draumland þitt, Dýrðarheima nýa,— Tunglið, tunglið, tunglið mitt, Tak mig upp til skýa!

x

Almanak fyrir hvern mann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.