Afturelding - 01.04.1979, Síða 17
Kristm Jónsdóttir:
Skírn
Heilags Anda
Náð mín nægir þér.
Þessi dásamlegu orð, sem ég hefi kosið að hafa
sem yfirskrift vitnisburðar míns, og sem líka hafa
verið yfirskrift lífs míns, voru svar við ákveðinni
bæn Páls postula (II.Kor. 12;9).
Mörgum sinnum hafa þessi orð blessað mig, í
blíðu og stríðu; versið er líka lengra: „Því að mátt-
urinn fullkomnast í veikleika, til þess að kraftur
Krists megi taka sér bústað í mér“. Þessi blessaði,
lyftandi, berandi kraftur.
1 æsku minni þráði ég mjög að eiga afgerandi,
lifandi samfélag við Frelsara minn, en ég vissi
ekkert hvernig ég gæti eignast það. Það var ekki
talað svo mikið um það þá og ég vildi engan spyrja.
En náðin nægði mér. Með því að taka mér tíma á
hverjum degi, til að lesa Guðs Orð og biðja, þá skeði
e>tthvað innra með mér. Hann endurfæddi mig með
Orði máttar síns og gaf mér fullvissu, og frið og gleði
etns og við syngjum í þessum kór:
Hann snart mig, ó hann snart mig,
og friður fyllti mína sál.
Eitthvað gerðist, ég veit það nú.
Hann snart mig og gaf mér trú.
Það var einmitt svona! En samt, mig vantaði
eitthvað meira. Ég gerði mér ekki beint grein fyrir
hvað það var, en „hjartað þráir meira, sem er að
nýju fætt“. Svona liðu 7 ár. Þá var það eitt kvöld að
það kom til mín kona, sem ég þekkti, Kristín Sæ-
munds hét hún. Hún sagði mér að fólk á okkar
dögum öðlaðist Heilagan Anda á sama hátt og
postularnir. Hún sagði að í Reykjavík væri búið að
stofna Hvítasunnusöfnuð og hún tilheyrði þeim
söfnuði nú. Hún var svo glöð og lifandi og blessuð
að ég hafði aldrei séð hana eins. Ég spurði um
orsökina að gleði hennar og hún svaraði; Ég er skírð
í Heilögum Anda. Þá vissi ég hvað það var sem mig
vantaði. Þetta varð ég að eignast. Svo kom að því að
við hjónin fórum að sækja samkomur og sama vorið
tókum við Biblíulega skirn og sameinuðumst þess-
um söfnuði, og allt varð nýtt og blessað og gott. En
þessi brennandi þrá eftir Heilögum Anda fór vax-
andi en ekki minnkandi, mér fannst ekkert nauð-
synlegt nema það og ég bað og bað.
Nói beið í 7 daga eftir að vatnið sjatnaði, en ég
beið í 7 ár eftir blessunardöggum frá Himninum.
Svo fór ég í fyrsta sinn á vormót Hvítasunnu-
manna á Akureyri. Þá gerðist það á bænastund á
laugardagsmorgni að einn maður skírðist í Heilög-
um Anda. Hvað mér fannst það dásamlegt og ég fór
að lofa Drottin.Þá komu fyrstu blessunardaggirnar
yfir mig, þvílík sæla. í heilan mánuð lifði ég í þessu
orði; Hvað sem þér biðjið um í mínu nafni, þá trúið
að þér hafið öðlast það og þér munuð fá það.
Ég held að það hafi verið tæpum mánuði seinna,
þegar ég var að biðja kvöldbænina mína, að allt í
einu var eins og Himininn opnaðist yfir mér og
blessun og bænarandi helltist yfir mig. Það er ekki
hægt að lýsa því, öll orð verða svo litlaus. En þá fékk
ég að reyna hvernig Andinn biður með mínum anda
og hann vegsamaði Krist. í þrjá daga var ég í þessari
andlegu veislu. En þá braust fram nýtt tungutal með
lofgjörð og tilbeiðslu. Seinna fékk ég líka útlegging
tungna, það gerðist líka á bænastund. Fáeinar kon-
ur voru að biðja fyrir veikum manni, þá fór ég allt í
einu að tala tungum og leggja út, mér sjálfri til
mestu furðu. Því ómælt gefur hann Andann. Og
þetta er sami Heilagi Andinn, sami kröftugi mátt-
urinn, sem uppvakti Jesúm frá dauðum. Dýrðlegt er
að vera innsigluð með Heilögum Anda. I Efesus-
bréfi 1; 13-14 stendur: í honum hafið og þér, eftir að
vera orðnir trúaðir, verið innsiglaðir með Heilögum
Anda, sem yður var fyrirheitinn og er pantur arf-
ieifðar vorrar, pantur þess að vér erum endurleystir
Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.
í þessum krafti vil ég lifa, — og deyja.
Náð Hans nægir mér.
Kristín Jónsdóttir.
17