Afturelding - 01.04.1979, Qupperneq 22
<•>
Kraftaverkagáfur.
Kraftaverkagáfan er náskyld (rúargáfunni. Á líkan
hátt. sern trúin er rótin að hinu kristna lífi. er trúargáfan
grundvöllur fyrir kraftaverkagáfunni. Einnig er náið
samband við lækningagáfuna, svo á stundum er erfitt að
greina á milli hvað er hvað. En það er eini og sami
Andinn, sem starfar í öjlum þessum gjöfum. Hlutverk
kraftaverkagáfunnar virðist framkvæmd mismunandi
máttarverka. Til dæmis; Að reka út illa anda, uppvekja
dána, framkvæma refsidóma á hræsnurum. Post.5; 1-11,
og óvinum fagnaðarerindisins, Post. 13; 6-12. 1 Efesus
gjörði Guð gegnum Pál postula óvenjuleg kraftaverk,
„svo að jafnvel voru bornir út til sjúkra af líkama Páls
sveitadúkar eða forklæði, og sjúkdómarnir viku frá þeim,
og illir andar fóru út af þeim“. Post. 19; 12. Samkvæmt
Post. 2; 43 gjörðust mörg undur og tákn af postulunum.
Post. 14; 3. Tökum tvær frásagnir i Postulasögunni, sem
sýna kraftaverkagjöfina í starfi og lífi þeirra postulanna
Péturs og Páls. I Post. 9; 40 segir frá því, að Pétur vakti
Dorkas, öðru nafni Tabítu - upp frá dauðuni. Hin frá-
sögnin er í Post. 20; 9-12. þar sem Páll vekur hinn unga
Evtíkus til lífs. Markmið Guðs með undrum, táknum og
kraftaverkum er, að fá hina óguðlegu til að gjöra iðrun og
snúa sér til Drottins. Einnig til þess að fá hina trúuðu,
frelsuðu, til að helgast og verða enn hæfari til þjónustu í
Guðsríkinu, og leiða réttlætið fram til sigurs í heimi
þessum. Þetta skeður ávallt, þegar náðargáfurnar eru i
starfi og notast í samræmi við vilja Guðs, í leiðslu Heilags
Anda.
Spádómsgjöfin.
Guðs orð hvetur sérlega til þess, að sækjast eftir þessari
náðargáfu, 1. Kor. 14; 1. Ein af orsökum þessarar hvatn-
ingar er, hve þessi náðargáfa hefur þýðingarmikilli þjón-
ustu að gegna í söfnuði Guðs. Hún miðlar andlegum
auðæfum til alls safnaðarins. Spámenn Gamla testa-
mentisins höfðu mjög miklu hlutverki að gegna. Þeir voru
rödd Guðs í samtíð sinni. Hjá þeim var Orð Drottins. (2
Konungabók 3; 12.) Spámenn G. T. voru vakningar-
predikarar. Uppfræddu, viðvöruðu og refsuðu einnig
þeim, sem viku frá réttum vegum Drottins. Sumir þeirra
voru íklæddir Guðs krafti, til að gjöra tákn og undur
meðal lýðsins. Sá sami Andi, sem starfaði í hinum helgu
spámönnum fortíðarinnar, kemur fram með sömu ein-
kennum hjáspámönnum frumkristninnar. Þeirframbera
knúðir af Anda Guðs, boðskap, sem svarar þörf áheyr-
enda, boðskap um fræðslu, leiðbeiningu, og þekkingu á
Guðs vilja. Og einnig gátu þeir sagt fyrir ókomna hluti,
t.d. spámaðurinn Agabus, sem boðaði mikla hungur-
sneyð yfir alla heimsbyggðina; Kom hún fram á döguni
Kládíusar. Post. 11; 27-29. Við annað tækifæri sagði
Agabus fyrir um þær ofsóknir. sem mundu mæta Páli i
síðustu heimsókn hans til Jerúsalem. Post. 21; 10-11.
Á þeim tíma. er Jerusalem vareyðilögð af Rómverjum.
árið 70 eftir Krist, segja sannar heimildir, að það hafi
verið margir spámenn í söfnuðinum í Jerúsalem, sem
vöruðu hina kristnu við eyðileggingu borgarinnar, og
hvöttu þá til að flýja staðinn og komast I öruggt skjól.
Söfnuðurinn trúði boðskap spámannanna, og flýði til
staðarins Pella, norður af Jerúsalem, og bjargaðist þannig
frá skelfilegum dauðdaga. Á okkar dögum hendir það oft
að persónur, sem eiga hina spámannlegu gjöf, segja fyrir
óorðna hluti. Þjónustuhlutverk spádómsgáfunnar er, að
uppbyggja, áminna og hugga. ( I.Kor. 14; 3. Post. 15; 32.)
Það er mjög þýðingarmikið atriði, að Guðs fólk taki rétta,
jákvæða afstöðu gagnvart hinni spámannlegu gjöf, ekki
lítilsvirða hana, það er mjög hættulegt að fyrirlíta gjafir
Andans, þá lenda menn i þeirri hættu. að hryggja, eða
jafnvel, slökkva Andann. (I. Þess.5; 19-21) Móse sagði
forðum; „Ég vildi, að allur lýður Drottins væru spá-
menn“. Sami skilningur og þrá þyrfti að ríkja hjá okkur í
dag. Náðargjafirnar tilheyra ekki einhverjum vissum hóp
kristinna manna, heldur öllum, sem tilheyra söfnuði hins
lifanda Guðs. Varðandi notkun spádómsgáfunnar, segir
Páll í Róm. 12; 6. „Þá notum hana í hlutfalli við trúna“-
í 1. Kor. 14; 29-31 skrifar sami postuli; ,.En spámenn
tali tveir eða þrír. og hinir aðrir skulu dæma um. en fái
einhver annar. sem þar situr, opinberun, þá þagni hinn
fyrri. Því að þér getið allir, hver á eftir öðrum spáð, til þess
að allir hljóti fræðslu og allir verði áminntir".
Hver sá boðskapur, sem framborinn er gegnum hina
spámannlegu gjöf, auðkennist af, að innihald hans
stemmir við Guðs orð. Guðs Andi er ávallt samkvæmur
sjálfum sér. Ef það skyldi henda. að einhver áliti sig vera
að bera fram boðskap, sem I heild, eða að hluta til sanr-
ræmist ekki hinni guðlegu opinberun - Biblíunni - þá
getum við verið viss um, að slíkur hefur ekki fengið boð-
skap sinn frá Guði, heldur eru það hans eigin hugsmíðar,
eða óskhyggja, eða jafnvel annarlegur andi, sem hefur
fengið áhrifavald yfir honum. „Ef einhver fer með ann-
arlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum
Drottins vors Jesú Krists og kenningunni, sem samkvæm
er guðhræðslu, þá hefur hann ofmetnast, þó að hann viti
ekki neitt.“ (I. Tím. 6; 3.) Á tíð Gamla testamentisins gilti
sú regla, að þegar spámaður talaði í nafni Drottins og það
rættist eigi né kom fram, þá voru það orð, sem Drottinn
hafði eigi talað. Af ofdirfsku sinni hafði spámaðurinn
talað það, slíka þurftu þeir að hræðast (5. Mós. 18;22.)
Sama gullna reglan gildir á tíð Nýja testamentisins. Guðs
Orð; Heilög Ritning, er og verður hin æðsta opinberun
Guðs til vor. Sú mælisnúra og hæsti réttur, sem fruni-
kristnin fór eftir og hélt stöðuglega við. Postulasagan 2;
42).
22