Afturelding - 01.04.1979, Qupperneq 25
óþekkjanlegur. Ég fékk svarið. Hann heitir Jesús sem
breytti lífi hans. Bróðir minn var alltaf fylltur gleði og
hafði fengið tilgang með lífinu. Engar pillur lengur eða
vín. Ég var orðinn bundinn á höndum og fótum af áfengi
og sá engan útveg úr mínum ógöngum. Ég hugsaði: Hér
er svarið. Það varð að koma kraftur ofan að á móti þessu
öllu sem mig langaði að sigrast á. Ég þráði að eignast það
sama og hann. Ég fór á samkomur með honum og heyrði
boðskapinn um Jesú en það sem hneykslaði mig mest var
það að bróðir minn og annar til, vinur hans, voru alltaf að
tala eitthvert óskiljanlegt mál sem ég skildi ekki, og ég
bað þá að hætta þessu þvaðri, en þeir sögðust vera að tala
tungum. Ég héll að það vantaði einhverjar skrúfur í
kollinn á þeim. En þeir fóru að útskýra þetta fyrir mér
rneð Guðs orði. Ég þráði að frelsast og leysast frá áfengi.
Ég þekkti enga gleði og engan tilgang með lífinu, svo ég
var tilbúinn að hlusta á allt. bara ef það gæti fullnægt
tómleika mínum og tilgangsleysi í lífinu.
Dag einn var ég á leið í veitingahús til að reyna að fylla
þetta tómarúm, með þessum andstyggðar vökva sem
gerði mér ekkert nema illt og gaf enga gleði nema stund-
lega. Éggekk franthjá Fíladelfíu, þá er allt í einu kallað á
eftir mér: Gestur! Og ég sneri mér við, þá var það bróðir
minn og hann bað mig að koma með sér upp í Hlað-
gerðarkot, þar sem hann var að starfa. Ég var þver fyrir,
en hann gaf sig ekki og ég lét tilleiðast og það kvöld
ntörkuðust tímamót I lífi mínu. Við báðum I einn og
hálfan tíma og ég sagði: Jesús, ef þú ert til, þá komdu inn
* líf mitt. Ekkert gerðist. Ég vildi fá að finna hann til-
finningalega, að hann kæmi og snerti við mér og leysti
mtg. Ekkert gerðist og var ég vonsvikinn og reis upp og
var búinn að gefa upp alla von. En Drottins fyrirhcit
standa: „Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég skal bæn-
heyra þig og þú skalt vegsama mig.“
Ég var staðinn upp frá bæninni, allt í einu fer ég að tala
oskiljanleg mál og það var eins og heitri vatnsfötu væri
hellt yfir mig og krafturinn var svo mikill, að bróðir minn
var nærri dottinn afturábak. Og ég talaði tungum alveg
eins og þeir gerðu í frumkristninni. Þetta er ekkert dul-
fænt fyrirbrigði, því að Guðs orð segir: „Á hinum efstu
dögum mun ég úthella anda mínum yfir allt hold.“ (Post.
2- 17.) Og Jesús sagði ennfremur: Þeir sem trúa á Hann,
ntunu tala nýjum tungum. (Markús 16, 17.) Á þessu
augnabliki gjörbreyttist líf mitt. Ég var frelsaður og það
var kominn nýr kraftur inn í líf mitt. Öll áfengislöngun
hvarf. Ég var fylltur af gleði og allur tómleiki hvarf. Og
þú lesandi góður, sem lest þennan vitnisburð, þér þykir
Þetta óskiljanlegt og ég skil það ekki heldur, enn þann
úag í dag, en ég trúi Guðs orði og finn það að líf mitt er
breytt.
Fólk upplifir þetta á misjafnan hátt og getur verið
belsað í mörg ár, án þess að vera skírt í Heilögum Anda.
þess vegna er nauðsynlegt fyrir þig sem ekki hefur
öðlast þessa reynslu í lífi þinu, og fundist þig vanta eitt-
hvað í þitt kristna líf. Þig hefur vantað djörfung og kraft
Framhald á bls. 31
„Faðir vorið“ er alltaf beðið í kirkjum.
Hversvegna ekki alltaf í samkomum Hvíta-
sunnumanna?
Ef til vill eru mörg svör við þessari spurn-
ingu. En þetta er augljóst.
Lifandi vakningarhreyfing, eins og Hvíta-
sunnuhreyfingin, reis upp sem mótmæli við
formum og andlegum svefni, hvar sem slíkt
finnst. Fjölmargir orðsins þjónar lesa upp
skrifaðar bænir, en biðja ekki frá „hjartanu“.
Sunnudag eftir sunnudag, endurtókst þetta.
Slíkt form skapar bindingu og tjáir ekki and-
legt frelsi.
í starfi frjálsra safnaða, eiga Guðsþjónust-
urnar að vera leystar og þá sérstaklega í
bænalífinu, þar sem Andinn innblæs viðkom-
andi svo það kemur fram í rödd, hreyfingum
og brennandi bænum. „Andinn biður fyrir oss,
með andvörpum, sem ekki verður orðum að
komið.“ í þessu andrúmslofti eru óhugsandi,
upplesnar skrifaðar bænir. Allt „ritual“ fór til
hliðar, en „leiðsla Andans“, sérlega í bæninni,
varð ríkjandi.
Sannarlega kennum við börnum okkar og
biðjum sjálf „Faðir vor“. Það er bænin sem
Jesús kenndi og allar bænir byggjast á. En að
gera hana að einhæfu formi, skapar andlausan
vana. Sóknarprestur einn hafði það fyrir sið,
við hverja útför, að biðja „Faðir vor“ a.m.k.
þrisvar sinnum. Ekki er það ljótt og langt frá
því. Sjálfur var hann svo bundinn í forminu, að
við endi, er hann las bæn Drottins, þá braut
hann saman blöðin, sem líkræðan var skrifuð
á. Þetta var óviðeigandi og hvimleitt. Siðvani
og form getur bundið. Bænalíf á að vera opið
og frjálst.
Vonumst við til að svarið gefi spyrjanda svar
við spurningu hans.
Ritstj.
25