Afturelding - 01.08.1979, Side 2

Afturelding - 01.08.1979, Side 2
„ViÖ dunur hafs og brimgivý” Ofangreind orö eru tekin úr ræðu eftir Jesúm Krist, rituð af lækninum Lúkasi guðspjalla- manni. Kaflinn allur hinn 21. er stórmerkilegur og ætti að lesast daglega af sérhverjum kristnum manni, með samanburð i huga við fréttir er ber- ast alls staðar frá í fjölmiðlum. A lls staðar er talað um ótryggt ástand og höf- um við íslendingar ekki farið varhluta af því. Fastlega má reikna meðþví aðþeir menn, er láta kjósa sig til mannaforráða, hafiþað til brunns að bera, erskapar hæfni til starfs. Ekki dettur mér í hug, að ráðherrar ríkisstjórnar, alþingismenn, eða þeir er ráða málefnum bæja og sveitarfélaga, hafi illan tilgang með framboði sínu. Margir þeirra hafa árum saman setið við œðstu menntalindir þjóðarinnar og numið visku og speki til forsjár fyrir alþýðu. Þegar til starfa er komið, verða mörgum mis- lagðar hendur og þau ráð sem tekin eru verða óráð og líta jafnvel út sem ráðaleysi. Togstreitan undir niðri og á yfirborði, skapast af baráttu um gœði lífsins. Enginn stjórnaf þannig að þar geti allir verið jafnir eða ánœgðir. Þá bætir ekki úr skák, að ágirndin, — sem er rót allra lasta, kemur nú til og alþýðan sem sér hvað hinir veita sér meinar þá: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. “ Heilög Ritning heldur því fram, að ráðaleysi, ágirnd, sérgœska og munaðarlíf muni einkenna siðustu tíma. Allir hugsandi menn hljóta að vera sammála að slíkir tímar eru yfir okkur komnir og eru ríkjandi. 220 þúsundir manna œttu að geta komið sér saman um lífsskilyrði á 103 þúsund ferkíló- metrum íslands og með 200 sjómílna efnahags- lögsögu. En það er öðru nœr. Sífelld verkföll, vikur og mánuði út hrjá landslýðinn árlegö■ Grípur þar inní pólitík, sem alls ekki ætti að vera. Réttur vinnandi manns er göfugur. Rétt- lœti er að hann sé í heiðri hafður. En þegar sett eru upp pólitísk gleraugu og þannig tekin af- staða til þess er erfiðar, þá getur réttlœtið endað í þrœlabúðum og er þá illa farið. 2

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.