Afturelding - 01.08.1979, Side 11

Afturelding - 01.08.1979, Side 11
Kristniboð á tækniöld... Þegar litið er yfir kristniboðið í dag, er ljóst að ^ðstæður allar hafa breyst ntikið frá því sem við var að glíma á fyrrihluta þessarar aldar. Eru það ekki síst fjarlægðirnar, sent hafa horfið á vit tækninnar, °g þar með auðveldað starfsemina. Á tíma Lauru Strand um 1909 og fram eftir árunt tók það fjóra mánuði á uxakerru, þeirra tíma farartæki, að ferð- ast frá Durban til Swazilands. Nú ökum við þetta 'eikandi á 5 klukkutímum. Árangur af hinu þrotlausa og óeigingjarna starfi kristniboðanna við hinar erfiðustu aðstæður, eru undraverðar. Baráttan við ólæsi, myndun ritmáls, biblíuþýðingar eiga sinn stóra þátt í hversu al- niennri menntun hefur fleygt fram nú á síðari árum. ^að er því engin hending að kristniboðsfélög, og e>nstaka áhugamenn og stofnanir, leggja nú mikla aherslu á kristilega bókaútgáfu í þeim löndum sem ijfisi hefur aukist með undraverðum hraða, ekki síst iyrir aukna þróunarhjálp. Fyrirtækið New Life League í Japan notaði 250 tonn af prentpappír '978. í ár eru þeir að prenta 50 þús. kínverskar ^iblíur, er hver þeirra 2400 síður, og fara í þær 55 l°nn af biblíupappír, sem keyptur er í Finnlandi. Tilbúnar kosta þessar biblíur aðeins kr. 8,50 norskar °8 er kaupandinn Asian Outreach í Hong Kong. Hvar sem ég hef komið inni í hinni svörtu Afríku, finn ég alls staðar þessa svörtu vini ntína nieð sitt óskatæki, það er útvarpsviðtæki. Liggur ljóst fyrir að útvarpssendingar með fagnaðarboðskapinn er ein af þeim nýju leiðum sem hafa opnast með auk- inni tækni, enda hafa margir hafist handa og tekið þessum möguleika í þjónustu fagnaðarerindisins. Skandinavískir hvítasunnumenn reka viðamikla starfsemi undir nafninu IBRA RADIO. Skjótan framgang í þessu efni hér næst okkur gefur þó að líta í Saronsdal í Noregi hjá þeim mikla atorku- manni um boðun fagnaðarerindisins, Aril Edvard- sen, og samstarfsmönnum hans. Fullkomin upp- tökutæki eru þar fyrir hendi, og gerðir hafa verið samningar við 19 útvarpsstöðvar um sendingar, sumar oft í viku. Þrátt fyrir það sjálfsagða að not- færa sér þessa tækni, sem ég trúi að gefin sé af Guði til að flýta boðun kristinnar kirkju um endurlausn syndugum mönnum til handa í Jesú Kristi, má ekki gleymast uppbygging safnaðarstarfsins þ.e. stað- bundið starf. Allt þetta er gott og þarf að vinna saman. Páll Lúthersson 11

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.