Afturelding - 01.08.1979, Page 20
Leiðtogar rómansk-ameríska trúboðsins höfðu
áhyggjur. Þeir höfðu tvöfaldað fjölda kristniboða
sinna án þess að sýnilegur árangur fylgdi í kjölfarið.
Þetta gerðist ekki einungis í Ameríku, heldur víðar.
Fjölgun kristinna manna helst ekki í hendur við
mannfjölgun í heiminum. Hvernig eiga hinir
kristnu að skilja orð Jesú er hann sagði: „Farið út
um allan heiminn og predikið gleðiboðskapinn allri
skepnu?“ Var Drottinn nógu raunsær? Er mögulegt
að ná þessu takmarki? Svarið er JÁ.
Rómansk-ameríska trúboðið athugaði þær
fjöldahreyfingar, sem hafa vaxið hvað örast á und-
anförnum árum.
Kommúnistahreyfingin hefur um 1000 milljónir
manna á sínu áhrifasvæði. Meðlimafjöldi Votta
Jehóva fjórfaldaðist á ári til skamms tíma. Hvíta-
sunnumönnum hefur fjölgað um 15 milljónir á 50
árum í Suður-Ameríku.
Hvers vegna þessi velgengni hjá þessum hreyf-
ingum? Það virðast engin sjáanleg tengsl liggja milli
þeirra, svo ólíkar sem þær eru. En þegar öll kurl
voru komin til grafar, sýndi athugun rómansk—
ameríska trúboðsins þó ákveðnar niðurstöður, sem
urðu til þess að svonefnd „Strachan-kenning“ var
sett fram.
Framgangur sérhverrar fjöldahreyfingar er í réttu
hlutfalli við hversu vel til tekst að virkja alla meðlimi
hreyfingarinnar í stöðugu starfi við útbreiðslu kenn-
ingarinnar.
Allir virkir. Stöðugt starf.
Þetta eru lykilorðin: „Sérhver vitni í sífellu."
Ekki að sumir vitni stundum, heldur allir alltaf.
Þetta færir trúboðið úr höndum predikara og
kristniboða eingöngu, í hendur allra kristinna alla
daga.
En hefur þetta eitthvað að segja? Auðvitað. Það
þarf ekki nema einfalt reikningsdæmi til að sýna
það.
Segjum svo að ég ákveði nú að taka alvarlega það
hlutverk, sem Guð hefur falið mér, að útbreiða
fagnaðarerindið. Ég hef það sem sérstakt bænar-
efni og legg mig fram um að ávinna a.m.k. eina sál
fyrir Krist þetta ár. Um áramót verðum við því tvö.
Ef ég nú el þennan nýja aðila upp í sömu trú og ég
hef, þá má vænta þess að við kostum kapps um að
ávinna hvor um sig eina sál árið 1980. í árslok það
ár verðum við því 4. Ef við höldum svo áfram á
sama hátt, 1 auðmýkt, trú og hlýðni verður ávöxt-
urinn í árslok
1981 8
1982 16
1983 32
1984 64
1985 128
1986 256
1987 512
1988 1024
Eftir tíu ára starf höfum við því unnið meira en
20